A A A
  • 1958 - Birgir karlsson
08.01.2018 - 07:02 | Vestfirska forlagiđ,Morgunblađiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Vonast eftir 20 nemum í haust

Flateyri viđ Önundarfjörđ. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Flateyri viđ Önundarfjörđ. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

 Starf lýðháskóla á Flateyri í mótun

„Það hef­ur verið draum­ur minn að búa fyr­ir vest­an svo mér fannst ég slá tvær flug­ur í einu höggi, að fá að koma að ein­hverju sem leiðir til aukn­ing­ar á mögu­leik­um á Flat­eyri og á sama tíma að fá að búa í þessu dá­sam­lega bæj­ar­fé­lagi,“ seg­ir Helena Jóns­dótt­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið, en hún hef­ur tekið til starfa sem fram­kvæmda­stjóri lýðhá­skóla á Flat­eyri, sem áætlað er að taki til starfa í haust.

„Mitt verk­efni verður í raun og veru að sækja fjár­magn og stuðning, vekja áhuga á þess­ari teg­und náms­leiða og koma þess­um skóla á fót í haust með öllu sem til þarf, hús­næði, nán­ari nám­skrá, kenn­ur­um og síðast en ekki síst, nem­end­um,“ seg­ir Helena sem ger­ir ráð fyr­ir að fyrsta kastið verði nem­end­ur lýðhá­skól­ans um 15-20 tals­ins.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvar lýðhá­skól­inn og aðstaða nem­enda verður til húsa, en Helena seg­ir að áætlað sé að það skýrist inn­an tveggja mánaða. Nokk­urt fram­boð af hús­næði er á Flat­eyri og finna þarf út úr því hvaða hús hent­ar best.

Von­ast er til að starf­semi lýðhá­skól­ans styrki Flat­eyri sem byggðarlag og að ein­hverj­ir nem­end­ur geti hugsað sér að koma til Flat­eyr­ar með alla fjöl­skyld­una. „Það myndi færa líf í bæði leik­skóla og skóla og bæj­ar­lífið al­mennt,“ seg­ir Helena.

Run­ólf­ur Ágústs­son er einn þeirra sem unnið hafa að stofn­un lýðhá­skól­ans um nokk­urt skeið og hann seg­ir áhuga­sama þegar hafa sett sig í sam­band til að fá meiri upp­lýs­ing­ar um skól­ann. Það sýni að eft­ir­spurn­in sé tví­mæla­laust til staðar, en lýðhá­skól­inn á Flat­eyri verður ann­ar lýðhá­skól­inn hér á landi.

Hann seg­ir þrjá­tíu ein­stak­linga hafa unnið að því í sjálf­boðastarfi að móta tvær náms­lín­ur, aðra tengda tón­list­ar­sköp­un og kvik­mynda­vinnslu og hina tengda um­hverfi og sjálf­bærni, þar sem staðbund­inni þekk­ingu Vest­fjarða verði deilt með nem­end­um.

„Við ætl­um að kenna þarna til dæm­is harðfisk­verk­un og annað slíkt,“ seg­ir Run­ólf­ur og nefn­ir einnig til sög­unn­ar fisk­veiðar, fjalla­skíðamennsku og brimbrettaiðkun.

Um 150 manns búa á Flat­eyri yfir vetr­ar­tím­ann og verk­efnið nýt­ur mik­ils stuðnings í sam­fé­lag­inu.

„Við erum bara full bjart­sýni og setj­um markið hátt,“ seg­ir Run­ólf­ur.

 

Morgunblaðið 8. janúar 2018.


« Júní »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30