A A A
  • 1957 - Jón Reynir Sigurðsson
  • 1963 - Ísleifur B Aðalsteinsson
  • 2000 - Lilja Kristín Björgvinsdóttir
02.06.2010 - 22:17 | SFÞ

Vinna við Dýrafjarðargöng hafin

Fjölmargir mættu til að grafa fyrir Dýrafjarðargöngum
Fjölmargir mættu til að grafa fyrir Dýrafjarðargöngum
Í morgun mættu nemendur Grunnskólans á Þingeyri, ásamt elstu leikskólabörnunum frá leikskólanum Laufási að væntanlegum jarðgangnamunna Dýrafjarðarganga í blíðskapar veðri og tóku fyrstu skóflustungurnar. Mættu þau þarna ásamt kennurum sínum, skólastjóra, foreldrum og fjölmörgum öðrum gestum. Voru alls kyns mokstursgræjur notaðar og ríkti mikil gleði með að loksins var farið að grafa fyrir Dýrafjarðargöngum. Meira að segja sást þarna lítil borsveif og ekki hægt að neita því að borun er nú hafin. Unnið var þarna á um 20 fermetra svæði og efninu ekið burt í hjólbörum. Fram kom í viðræðum skólabarnanna þarna að vel væri þegin aðstoð stjórnvalda við þennan mokstur og gæti það flýtt fyrir verkinu. Þetta framtak sýnir að unga kynslóðin lætur sig varða sína framtíð og ekki seinna vænna að koma á heilsárssamgöngum við suðurfirði Vestfjarða. Myndir af framkvæmdunum eru í albúminu en þær tók Sigmundur F. Þórðarson.
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30