20.11.2012 - 06:49 | bb.is
Vilja lengri opnunartíma sundlaugarinnar á Þingeyri
Íbúar í Dýrafirði hafa sent bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar bréf þar sem hátt í þrjátíu íbúar rita nöfn sín undir beiðni um lengri opnunartíma sundaugarinnar á Þingeyri. Ósk íbúanna er að laugin verði einnig opin í tvo tíma á föstudagsmorgnum en í bréfinu segir að hátt í 15 manns, flestir lífeyrisþegar, sæki laugina og íþróttasalinn að staðaldri sér til heilsubótar.
„Á meðan bæjarfélagið hefur efni á að byggja íþróttamannvirki fyrir spark-iðkendur fyrir milljónir ætti þetta ekki að vera mikil auðabyrði. Má ætla að sund og íþróttaiðkun aldraðra spari ísafjarðarbæ mörg pláss á elliheimilunum sem örugglega eru dýrari í rekstri en fáeinar klukkustundir í lauginni, “ segir m.a. í bréfi íbúanna.
„Á meðan bæjarfélagið hefur efni á að byggja íþróttamannvirki fyrir spark-iðkendur fyrir milljónir ætti þetta ekki að vera mikil auðabyrði. Má ætla að sund og íþróttaiðkun aldraðra spari ísafjarðarbæ mörg pláss á elliheimilunum sem örugglega eru dýrari í rekstri en fáeinar klukkustundir í lauginni, “ segir m.a. í bréfi íbúanna.