A A A
  • 1957 - Sigrķšur Žórdķs Įstvaldsdóttir
  • 1982 - Kristjana Sigrķšur Skśladóttir
  • 2004 - Aušbjörg Erna Ómarsdóttir
24.06.2011 - 14:04 | bb.is

Vilja hrašbanka į Žingeyri

Landsbankinn er meš śtibś į Žingeyri eftir aš hann sameinašist SpKef.
Landsbankinn er meš śtibś į Žingeyri eftir aš hann sameinašist SpKef.
Íbúasamtökin Átak í Dýrafirði hafa ítrekað áskorun til Landsbankann um að settur verði upp hraðbanki á Þingeyri. „Eins og kunnugt er þá verða hinir margrómuðu Dýrafjarðardagar haldnir fyrstu helgina í júlí og síðustu ár hafa yfir 700 manns sótt hátíðina. Margt af þessu fólki gengur að því vísu að hér sé hraðbanki og grípur svo í tómt þegar það mætir á staðinn, oft eftir lokun útibúsins hér," segir í áskorun samtakanna til Landsbankans.

 

Síðustu ár hefur SpKef haft útibúið á Þingeyri opið í tvær klukkustundir á laugardag og sunnudag þegar Dýrafjarðardagar hafa verið haldnir. „Að sjálfsögðu hefur það komið sér vel, en því er ekki að neita að til þess að hafa útibúið opið þarf starfsmenn og þeir eru úr hópi heimamanna. Um leið og þeir eru að bæta þjónustu við ferðamenn og heimafólk missa þeir af ýmsum viðburðum sem þessi frábæra helgi hefur upp á að bjóða," segir í bréfi Átaks til Landsbankans. Þar segir jafnframt að vonað sé að Landsbankinn sjái sér fært að verða við þessari kröfu heimamanna sem allra allra fyrst.

 

Í svari frá útibúi bankans var staðfest að áskorunin hafi verið móttekin og sé í skoðun innan bankans. Þess má geta að ekki heldur er hraðbanki á Flateyri þar sem Landsbankinn er einnig með útibú.

« Jślķ »
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31