A A A
  • 1929 - Jónas Ólafsson
22.04.2016 - 12:53 | Vestfirska forlagiđ,bb.is

Vilja bjarga gamla skólahúsinu á Núpi

Núpur í Dýrafirđi. Ljósm.: BIB
Núpur í Dýrafirđi. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »
Hollvinir Núpsskóla í Dýrafirði vilja bjarga gamla skólahúsinu að Núpi frá skemmdum og vilja þeir stofna regnhlífasamtök sem hefði það að markmiði að endurreisa gömlu skólabygginguna og í framhaldinu opna þar fræðasetur. Gamli skólinn var byggður árið 1931 og hefur hann látið verulega á sjá og segja félagsmenn að bregðast þurfi skjótt við til að bjarga húsinu frá algerri eyðileggingu. Félagið hefur um nokkurt skeið vakið máls á ástandi hússins og átt samræður við Fjármálaráðuneytið um framtíð þess. Send hefur verið beiðni til fjármálaráðherra um að afhenda húsið til sjálfseignastofnunar sem verður stofnuð um endurbætur á húsinu. Sama skjal var sent til Menntamálaráðherra og Forseta Alþingis með ósk um stuðning. Einnig hafa stjórnarþingmenn Norðvesturkjördæmis verið beðnir um að styðja málefnið. 

Efnt hefur verið til undirskriftsöfnunar þar sem skorað er á fjármálaráðherra að sjá til þess að húsið verði varðveitt og komið í hendur aðila sem skilur sögu þess og fyrri tilgang og þess vegna áframhaldandi tilverugrundvöll. Á síðu hollvinasamtakanna segir að nú standi til að falbjóða skólahúsin og ef ekki fáist kaupandi sé ekki ólíklegt að elsta skólahúsið verði rifið, sem þau segja að yrði menningarslys. 

Í fyrstu er ráðgert að vernda húsið fyrir frekari skemmdum, sem eru einvörðungu að loka húsinu fyrir veðri og vindum, og í framhaldi áætlum við að hefja fjársöfnun til að gera húsið upp. Í framhaldinu er stefnt að því að gera skólahúsið að athvarfi fyrir fræðasetur í víðasta skilningi og þá um leið að lifandi minnisvarða um héraðsskóla eins og þeir tíðkuðust á fyrrihluta síðustu aldar á Íslandi. 

Hollvinir Núpsskóla telur 200 meðlimi. Félagið hefur unnið ötullega að verndun sögu skólans og er nú verið að rita sögu Núpsskóla sem kemur út sumarið 2017. 

Hægt er að skrifa undir hér. Undirskriftasöfnunin er neðst á síðunni. 
« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31