28.10.2009 - 15:54 | BB.is
Vilborg skrifar sögu Auðar djúpúðgu
Út er komin hjá Máli og menningu skáldsagan
Auður eftir Þingeyringinn Vilborgu Davíðsdóttur. Auður sú er um ræðir
er landnámskonan Auður djúpúðga Ketilsdóttir,ættmóðir Laxdæla, sem nam
land í Dölum og bjó í Hvammi. Í káputexta bókarinnar segir: „AUÐUR,
dóttir víkingahöfðingjans Ketils flatnefs, vex upp á Suðureyjum,
ættstór og skapheit. Allt hennar fólk er heiðið en þegar hún kynnist
Gilla munki laðast hún bæði að honum og boðskap hans um Hvítakrist.
Fullveðja er Auður gefin Ólafi hvíta, konungi yfir Dyflinni á Írlandi.
Samband þeirra er heitt en stormasamt og vináttan við Gilla verður
henni dýrkeypt.“
Vilborg hefur áður sent frá sér sex sögulegar skáldsögur og var síðasta skáldsaga hennar, Hrafninn, tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2006.
fridrika@bb.is
Vilborg hefur áður sent frá sér sex sögulegar skáldsögur og var síðasta skáldsaga hennar, Hrafninn, tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2006.
fridrika@bb.is