A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
29.06.2016 - 16:19 | Vestfirska forlagið,bb.is

Vilborg á heimaslóðum á Dýrafjarðardögum

Vilborg Davíðsdóttir.
Vilborg Davíðsdóttir.
« 1 af 3 »
Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur sækir æskuslóðirnar heim um Dýrafjarðardagana. Mun hún þar flytja tvo fyrirlestra, annan um sögur hennar af landnámskonunni Auði djúpúðgu og hinn um bók hennar Ástin, drekinn og dauðinn. 

Vilborg hefur sent frá sér sjö sögulegar skáldsögur sem gerast á fyrri öldum. Tvær þær síðustu, Auður og Vígroði, segja frá ævi Auðar Ketilsdóttur og aðdraganda landnáms á Íslandi. Vilborg mun segja frá skrifum sínum í máli og myndum. Erindið um Auði nefnist Einn kvenmaður, og er á dagskrá föstudaginn 1. júlí kl. 20:30 á Gíslastöðum í Haukadal. 

Laugardaginn 2. júlí kl. 16 verður Vilborg í Þingeyrarkirkju, þar sem hún mun segja frá sannsögunni Ástin, drekinn og dauðinn sem kom út í fyrra og deila með áheyrendum sýn sinni á ástina, sorgina og lífið. Vilborg segir frá vegferð sinni og eiginmanns síns, Björgvins Ingimarssonar, með heilakrabbameini sem þau vissu að myndi draga hann til dauða í blóma lífsins og miðlar því sem sorgin hefur kennt henni: mikilvægi þess að lifa í sátt og viðtekt í núinu og vanda sig við að elska, lifa og deyja. Þá segir hún einnig frá samtölum sínum við föður sinn, Davíð H. Kristjánsson, fyrrum vélstjóra og flugvallarvörð á Þingeyri, sem greindist með krabbamein daginn eftir jarðarför Björgvins, í febrúar 2013 og lést í júlímánuði 2014. 

Fyrirlestrar Vilborgar víða um land hafa vakið mikla athygli og hún hlotið lof fyrir að fjalla um ástvinamissi og sorg á áhrifamikinn en um leið jarðbundinn hátt og vekja fólk til vitundar um gildi þess að njóta lífsins til fulls á hverjum degi. 
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31