A A A
  • 1950 - Einar Helgason
  • 1978 - Gestur Magnús Magnússon
Graf yfir vikulega framvindu Dýrafjarðarganga
Graf yfir vikulega framvindu Dýrafjarðarganga
« 1 af 4 »

Gangagröftur hefur gengið vel í vikunni liðinni viku og lengdust göngin um 88,0. Eru göngin þá orðin 2.821,9 m sem er um 53,2% af heildarlengd. Í all langan tíma hafa göngin verið nokkuð þurr en á laugardaginn s.l. lentu gangamenn í nokkuð góðri vatnsæð þar sem innrennslið mældist um 20 lítrar á sekúndu af 15,5 °C heitu vatni. Gert er ráð fyrir að rennslið minnki nokkuð með tímanum og hefur þetta innrennsli lítil áhrif á framvindu.

Annað er nokkuð hefðbundið, þ.e. unnið í fyllingar- og skeringarvinnu í Arnarfirði og Dýrafirði er verið að undirbúa fyrir aðstöðusköpun. Þá var bráðabirgðabrú yfir Hófsá tekin í notkun fyrir almenna umferð og var hafist handa við niðurrif á þeirri sem nú skal leyst af hólmi.

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31