A A A
  • 1927 - Rannveig Guğjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
Wouter Van Hoeymissen
Wouter Van Hoeymissen
« 1 af 3 »

Wouter Van Hoeymissen frá Belgíu  og kona hans Janne Kristensen, sem er dönsk,  endurbyggðu húsið Sigmundarbúð á Þingeyri fyrir nokkrum misserum. Þar reka þau kaffihús undir nafninu Simbahöllin. Er óhætt að segja að sá rekstur hafi vakið athygli bæði innan lands og utan. Í tengslum við kaffihúsið er einnig starfandi hesta- og hjólaleiga. Við tókum hraðsamtal við Wouter og lögðum fyrir hann nokkrar skeleggar spurningar. Svör hans eru einnig beinskeytt.

   Hvenær verður kaffisalan Simbahöll opnuð?

   Um Hvítasunnuna, væntanlega 22. maí.

  Hafa margar stúlkur sótt um vinnu hjá ykkur í sumar?

   Ætli þær séu ekki milli 80 og 100. Við erum með 6-8 í einu svo það komast færri að en vilja. Þær eru frá mörgum löndum og eru á aldrinum 17, 18 og 19 ára. Þær vilja sjá sig um  í heiminum, læra og lenda kannski í einhverjum ævintýrum.


   Hvernig leggst sumarið í þig?

   Bara vel.


   Hvernig líst þér á ferðaþjónustuna hér á landi?

   Íslendingar verða að stjórna henni vel og hafa alla þræði í hendi sér. Þar er í mörg horn að líta. Svo megum við ekki láta græðgina ná tökum á okkur. Ekki láta ferðaþjónustuna fara sömu leið og bankarnir fóru.


   Hvernig líkar þér við Íslendinga?

   Mér líkar vel við þá. Þeir eru duglegir og kalla ekki allt ömmu sína. En þeir mega kannski stundum skipuleggja sig betur. Það er alveg öfugt við okkur í Belgíu. Þar ríkir stundum ofskipulag.

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Desember »
S M Ş M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31