A A A
  • 1940 - Svanberg Einarsson
  • 1959 - Ragnar Ólafur Gušmundsson
  • 1965 - Egill Eirķksson
08.06.2016 - 07:34 | Vestfirska forlagiš,Fréttatķminn

Viš Fjöršinn er huggulegt og vel stašsett gistihśs į Žingeyri viš Dżrafjörš

Sigrķšur Helgadóttir, annar eigandi gistihśssins Viš Fjöršinn. Gistihśsiš er vel stašsett og meš góšri ašstöšu fyrir bęši einstaklinga og hópa. Ljósm.: Fréttatķminn.
Sigrķšur Helgadóttir, annar eigandi gistihśssins Viš Fjöršinn. Gistihśsiš er vel stašsett og meš góšri ašstöšu fyrir bęši einstaklinga og hópa. Ljósm.: Fréttatķminn.
« 1 af 5 »

Hjónin Sigríður Helgadóttir og Friðfinnur Sigurðsson, betur þekkt sem Sirrý og Finni, reka gistihúsið Við Fjörðinn á Þingeyri við Dýrafjörð og hafa gert síðan árið 2000. „Hjá okkur er góð aðstaða fyrir bæði hópa og einstaklinga, við erum með átta herbergi og þrjár íbúðir og ein íbúðin er sérútbúin fyrir hreyfihamlaða,“ segir Sirrý en gistihúsið Við Fjörðinn er opið yfir sumartímann og eftir samkomulagi yfir veturinn.

„Herbergin í gistihúsinu eru rúmgóð og hægt er að leigja herbergi með baði eða með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi. Eins bjóðum við upp á morgunmat og er hann borinn fram í garðskálanum okkar úti í garði. Aðgangur að interneti er í húsinu, boltaáskriftin er klár fyrir þá sem hafa áhuga á fótbolta,“ segir Sirrý og hlær við.

Nóg af bílastæðum er í kringum gistihúsið en Sirrý segist oft á tíðum fá spurningar um það hvort hægt sé að leggja bílum hjá þeim. „Örstutt er svo frá gistihúsinu í sundlaugina, bara nokkur hundruð metrar. Á Þingeyri er einnig hægt að fara út að borða á þremur stöðum og fimm kílómetrar eru frá okkur á golfvöllinn í Meðaldal, sem er einn flottasti golfvöllur landsins. Ekki má svo gleyma að Ísafjörður er í 45 mínútna fjarlægð og þar er auðvitað margt að sjá.“

Fyrir nánari upplýsingar um gistiheimilið

Við Fjörðinn geta áhugasamir skoðað heimasíðuna vidfjordinn.is.

 

Unnið í samstarfi við gistihúsið Við Fjörðinn

 

Fréttatímin helgina 3 - 5. júní 2016.

« Mars »
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31