A A A
06.07.2016 - 07:50 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagiđ

Vesturleiđin slćr öll met: - Aldrei veriđ slík umferđ frá örófi alda!

Ţetta gil á Brekkudal nefnist Heimstugrófargil. Vegurinn yfir ţađ var upphaflega lagđur međ hestum og hestvögnum um 1946. Gamli sniddu-og grjótkanturinn er ekki lengur sýnilegur. Ţeir voru margir snillingarnir í snidduhleđslunni. Öll fjárveiting ársins fór í ţetta gil sögđu kunnugir. Ljósm. H. S.
Ţetta gil á Brekkudal nefnist Heimstugrófargil. Vegurinn yfir ţađ var upphaflega lagđur međ hestum og hestvögnum um 1946. Gamli sniddu-og grjótkanturinn er ekki lengur sýnilegur. Ţeir voru margir snillingarnir í snidduhleđslunni. Öll fjárveiting ársins fór í ţetta gil sögđu kunnugir. Ljósm. H. S.

Gífurleg umferð er nú um Vesturleið. Það er bara stanslaus umferð frá morgni til kvölds.

Þeir sem vel fylgjast með, segja að leigubílar séu a. m. k. 2/3 af allri umferðinni. Og flest séu það útlendingar sem sitja undir stýri.

Vesturleiðin er bara gamall malarvegur frá Þingeyri í Vatnsfjörð, um 70 km löng. Þó er um 100 metra bundið slitlag í bröttu brekkunni fyrir ofan Hlíð innan Þingeyrar.

Skal þess og getið til gamans, að hluti Vesturleiðar var lagður með hestum og hestvögnum um eða upp úr seinna stríði. Er sá kafli vegarins á Brekkudal. Þá voru aðal verkfærin páll og reka.  

« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31