A A A
Á Dynjandisheiði.
Á Dynjandisheiði.
« 1 af 2 »

Vesturleiðin, frá Þingeyri í Vatnsfjörð, er bara gamall malarvegur, um 70 km löng. Þó er um 100 metra bundið slitlag í bröttu brekkunni fyrir ofan Hlíð. Skal þess og getið til gamans, að hluti Vesturleiðar var lagður með hestum og hestvögnum um eða upp úr seinna stríði. Er sá kafli vegarins á Brekkudal. Þá voru aðal verkfærin páll og reka.

   Þessa vordaga er heilmikil umferð um Vesturleið, stundum bara bíll við bíl í báðar áttir. Margir telja að þar sé að minnsta kosti helmingur útlendingar undir stýri ef ekki meir. Vegurinn verður að teljast nokkuð góður þegar á heildina er litið. Enda var byrjað að hefla upp úr miðjum apríl. Þótti með eindæmum.

   Plís, segjum við eins og unga kynslóðin: Akið varlega. Munið eftir öllum blindbeygjunum og bindhæðunum. Sýnið tillitssemi og veifið hvert öðru brosandi. Og hvort heldur sem er. Það lífgar alltaf upp á sálartetrið. Ekki að láta bara útlendingana veifa! 

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30