A A A
Hákon Hermannsson og Valur Norðdahl
Hákon Hermannsson og Valur Norðdahl
Fyrsta lögun hjá vestfirska brugghúsinu Dokkunni er nú að verða tilbúin en vonir standa til að hægt verði að bjóða uppá fyrsta bjór brygghússins nú um sjómannadagshelgina.

Brugghúsið Dokkan er eina brugghúsið á Vestfjörðum og er staðsett á höfninni á Ísafirði með gott útsýni yfir báta og skemmtiferðaskip sem leggja að. Í samtali við fréttaman RÚV setir Hákon Hermannson einn af stofnendum brugghússins að ætlunin sé að vera með gestastofu og bjóða ferðamönnum að kíkja við, skoða brugghúsið og bragða á ölinu. 

Brugghúsið stofnaði Hákon ásamt tengdafjölskyldu sinni og gömlum skólafélaga sínum, Val Norðdahl, sem slóst í hópinn. Þeir félagar segja sérstöðuna helst felast í svæðinu og vestfirska vatninu fremur en að skapa sér sérstöðu með bragðbættum ölgerðum líkt og krækiberjabjór. arkmiðið sé fyrst og fremst að gera góðan bjór fyrir alla landsmenn. 

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30