A A A
  • 1951 - Sigríđur Ţórarinsdóttir
02.08.2016 - 20:21 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagiđ

Vestfirsku Alparnir: - Varp ýmissa fugla hefur lánast vel í vor segja bćndur og búaliđ

Ćđarhjón međ unga sína á Sveinseyrarvatni í Dýrafirđi. Póstkortasería Vestfirska forlagsins. Ljósm. Davíđ Davíđsson.
Ćđarhjón međ unga sína á Sveinseyrarvatni í Dýrafirđi. Póstkortasería Vestfirska forlagsins. Ljósm. Davíđ Davíđsson.

Ekki fer á milli mála að varp ýmissa fuglategunda hefur lánast vel hér um slóðir í vor. Á það bæði við um staðfugla og farfugla. Svo segja bændur og búalið. Þetta sést einkum á morgnana þegar náttúran leikur við hvurn sinn fingur. Þá sér maður fullt af ungum af mörgum tegundum: Skógarþrestir, maríuerlur, spóar, lóur, þúfutittlingar, hrossagaukar, gæsir, sólskríkjur, músarrrindill og nefndu það bara. Meira að segja krummi lætur ekki sitt eftir liggja. Æðarungar virðast hafa komist vel á legg og frú Kría lætur ekki sitt eftir liggja. Hún sýnist  hafa haft nóg sandsíli að færa ungum sínum. En auðvitað eru alltaf ýmis konar afföll.

   Undanfarin ár hefur mun minna komist upp af ungum segja fróðir menn um fugla. Á þessu vori hafa verið felldir vel á annað hundrað melrakkar hér á svæðinu. Virðist það vera mun meira en mörg undanfarin ár. Að vísu segja byssumenn að ekki sjái högg á vatni. Hvort samband er þarna á milli verða menn bara að ræða. 

« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31