A A A
Vestfirskar sagnir eru nú fáanlegar aftur.
Vestfirskar sagnir eru nú fáanlegar aftur.
Á árunum 1933-1937 kom út í mörgum heftum sagnabálkurinn Vestfirskar sagnir sem Helgi Guðmundsson safnaði og skráði. Útgefandi var Bókaverslun Guðmundar Gamalíelssonar. Með því að þessi merki vestfirski sagnaarfur hefur verið ófáanlegur í áratugi, hefur Vestfirska forlagið nú hafið endurútgáfu á honum í heiðursskyni við þá félaga. Fyrir jólin kom út 1. heftið og nú eru 2. og 3. heftið komin í bókaverslanir.

Sumum finnst eflaust að hinar vestfirsku sögur og sagnir séu ekki merkilegar bókmenntir. En er það svo? Menn geta deilt um það eins og annað. En hér er um að ræða reynsluheim forfeðranna í harðbýlum landshluta, en margar af þeim frásögnum færir Helgi í fyrsta skipti til bókar eftir skilgóðum heimildarmönnum. Það hlýtur að vera nokkurs virði, en margir telja þjóðsögur og sagnir einn af fjársjóðum Íslands sem við megum ekki gleyma og týna.

 

Húmoristinn Jóhannes á Kirkjubóli

Í þriðja hefti Vestfirskra sagna er sagt frá Jóhannesi Ólafssyni í Mosdal á yfir 40 síðum, en hann bar höfuð og herðar yfir alla galdramenn í Arnarfirði á 19. öld og þó víðar væri leitað. Hann notaði kunnáttu sína yfirleitt til að hjálpa fólki og hefur greinilega verið mikill húmoristi og skal hér nefna eitt dæmi um það: "Stúlka ein við Ísafjarðardjúp veiktist snögglega á geðsmunum með svo einkennilegum hætti, að haldið var að einhver myrkravöld væru þar að verki. Sendi hún þá mann til Jóhannesar á Kirkjubóli, til þess að fá ráð hans. Jóhannes tekur sendimanni vel, og þegar hann leggur aftur af stað frá Kirkjubóli, kveð¬ur Jóhannes hann með kossi og segir honum að flýta sér norður, kyssa stúlkuna og segja henni, að það sé koss frá Jóhannesi á Kirkjubóli. En engan megi hann kyssa á leiðinni. Ef hann bregði eigi út af þessu, muni stúlkunni batna. Sendimaður fylgdi reglum þeim, er fyrir hann voru lagðar, og batnaði stúlkunni fram af því. Hún var talin efnuð, enda launaði hún hjálpina vel".

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30