A A A
Vestfir­ingurinn R÷gnvaldur Bjarnason t.v. prentsmi­justjˇri Ý Leturprenti Ý ReykjavÝk, afhendir Birni Inga Bjarnasyni hjß Vestfirska forlaginu fyrstu bˇkina um Basil fusrta - Eitra­ir demantar. Ljˇsm.: Gu­mundur J. Sigur­sson.
Vestfir­ingurinn R÷gnvaldur Bjarnason t.v. prentsmi­justjˇri Ý Leturprenti Ý ReykjavÝk, afhendir Birni Inga Bjarnasyni hjß Vestfirska forlaginu fyrstu bˇkina um Basil fusrta - Eitra­ir demantar. Ljˇsm.: Gu­mundur J. Sigur­sson.
Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi 1939-1941 í þremur þykkum bókum. Síðan komu þau út í fjölmörgum heftum, en hvert þeirra er sjálfstæð saga. Ævintýri þessi gerast víða um heim, til dæmis í Englandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Indlandi. Höfundur Basil fursta er ókunnur. Útgefandi var Sögusafn heimilanna en þeirri útgáfu stýrði upphaflega Árni Ólafsson. Í þeirri glæpahrinu sem gengið hefur yfir þjóðina á undanförnum árum og ekki sér fyrir endann á, hefur Vestfirska forlagið ákveðið að gamni sínu að kalla á furstann til að smúla dekkið.

Ævintýri Basils og þeirra illvirkja og glæpakvenda sem hann var sífellt að koma í hendur réttvísinnar eru ekki eins heilsuspillandi og sá ófögnuður sem sífellt er boðið upp á í kvikmyndum, sjónvarpi og bókum nú til dags. Þetta var bara einhvern veginn allt öðruvísi glæpahyski, bófar og ræningjar. Í ævintýrum Basil fursta koma oftast fyrir í hverju hefti bæði reglulega fagrar glæpadrósir og glæpakvendi og það eru sko engar dúkkulísur! Sonja, Soffía, lafði Ethel og Sæta Emmy, svo nokkrar séu nefndar, voru engin lömb að leika við. Þess á milli eru svo ungar, saklausar og fallegar stúlkur, reglulega geðugar og viðfelldnar í umgengni, sem þeir Basil fursti og Sam Foxtrot bjarga oft úr ótrúlegustu hremmingum.

Segja má að ævintýri konungs leynilögreglumanna séu sigur hins góða yfir hinu illa og má vel dreifa slíku efni sem mótvægisaðgerð. Þó þetta séu engar verðlaunabókmenntir, þá má segja að textinn sé furðu góður þó snöggsoðinn sé og sumsstaðar bregður jafnvel fyrir máltöfrum. Og merkilegt má það kalla að söguhetjurnar þérast upp í hástert, jafnvel fram á síðustu stund. Dæmi: "Salisbury", var sagt með ákveðinni röddu. "Ég handtek yður í nafni laganna."

Einn góður maður sagði um daginn að það að lesa Basil fursta væri eins og að fá sér pilsner sem afréttara eftir glæpasögufylleríið sem er í gangi hjá þjóðinni og gengur út yfir allan þjófabálk. En hver er hinn óþekkti höfundur Basil fursta? Það er hinn mikli leyndardómur sem okkur hefur ekki tekist að upplýsa fremur en öðrum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sumir segja að hann sé danskur. Sögur gengu um það áður fyrr að höfundur heftanna væri Kristmann Guðmundsson eða jafnvel Ragnar í Smára. Sumir töldu að Árni Ólafsson hefði sjálfur samið einhver þeirra. Svo sagði Bragi Kristjónsson í viðtali í DV 1. sept. 1984.

Í sömu grein segir blaðamaður sá sem skrifar og er ekki nafngreindur, en hann var að reyna að grafast fyrir um uppruna Basil fursta: "Fyrsta þrepið í rannsókninni var að hringja í Guðjón Elíasson sem nú á útgáfufyrirtækið Sögusafn heimilanna. Hann sagðist ekki gefa Basil út og ekki hafa hugmynd um hver þýddi. Hann hélt að verkin væru þýdd úr dönsku og sagðist nokkuð viss um að margir þýðendur hefðu verið að þeim." Þessi dularfulli rithöfundur skyldi þó aldrei vera Vestfirðingur?
Hvað sem um það er munum við áfram halda uppi spurnum um þann óþekkta höfund og jafnvel fá Basil sjálfan í lið með okkur ef svo veltist.

Góða skemmtun, lesendur góðir.

Vestfirska forlagið
Hallgrímur Sveinsson, Brekku í Dýrafirði.
« J˙lÝ »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31