05.03.2015 - 22:03 | Vestfirska forlagið,BIB
Vestfirska forlagið á Laugardalsvelli
Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda 2015 er að þessu sinni staðsettur undir stóru stúkunni við Laugardalsvöll.
Bókamarkaðurinn er opinn dagana 27. febrúar til 15. mars frá kl. 10:00-18:00
Vestfirska forlagið er að sjálfsögðu með Vestfjarðabækurnar á markaðnum og Þingeyrarvefurinn átti þar útsendara í dag sem færði til mynda.
Munið að Bókamarkaðurinn er við Laugardalsvöll - ekki Laugardalshöll!