Vestfirska forlagið: - Rífandi gangur í Vestfjarða-bókunum!
Rífandi gangur í Vestfjarðabókunum!
Hjá Vestfirska forlaginu er rífandi gangur þessa dagana. Bækurnar að vestan seljast nú eins og heitar lummur. Starfslið forlagsins hefur varla undan að afgreiða pantanir.
Söluhæsta bókin hjá forlaginu er Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18. febrúar 1943. Enda hefur Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson unnið mjög þarft og gott verk með þessari bók um harmsögu Bíldudals.
100 Vestfirskar gamansögur og Vestfirðingar til sjó og lands, Rauða og Hvíta kverið, eru á fullri siglingu, enda Vestfirðingarnir þar óborganlegir.
Sama má segja um hjólabækurnar hans Ómars Smára, sem nú eru orðnar 5 talsins. Nýjasta bókin fjallar um Rangárvallasýslu. Nú eru margir farnir að hjóla svo til allan ársins hring, svo það veitir ekkert af að hafa hjólabækurnar við hendina.
Danska fragtskipið Fortuna strandaði í Eyvindarfirði á Ströndum í september 1787. Um þá sögu alla er fjallað i bókinni Fortunu slysið eftir þá félagana Guðlaug Gíslason frá Steinstúni og Jón Torfason. Þar kemur margt spanskt fyrir sjónir nútímamanna.
Bækurnar um Flateyri eftir Jóhönnu Guðrúnu Kristjánsdóttur, standa fyrir sínu. Vestfirskar sagnir 4. hefti eru klassískar og bókin með langa nafninu Sólin er klukkan sjö á Hreiðarsstafjallinu eftir Jóhannes Sigvaldason leynir á sér. Þar svífur norðlenski húmorinn yfir vötnum.