A A A
  • 1957 - Jón Reynir Sigurðsson
  • 1963 - Ísleifur B Aðalsteinsson
  • 2000 - Lilja Kristín Björgvinsdóttir
23.07.2017 - 08:24 | Björn Ingi Bjarnason,Elfar Logi Hannesson,Hallgrímur Sveinsson,Komedia,Vestfirska forlagið

Verður Einleikjasaga Íslands prentuð?

Eftir rúman mánuð kemur í ljós hvort bókin verði gefin út.
Eftir rúman mánuð kemur í ljós hvort bókin verði gefin út.

Kómedíuleikhúsið hefur helgað sig einleikjaforminu að mestu allt síðan um aldamót. Enda höfum við aðeins haft einn leikara í okkar herbúðum meira og minna. Sá hinn sami hefur nánast leikið einn frá aldamótum. Hver svo sem ástæðan er, kannski er hann bara svona lélegur leikari?

Hvað um það hinn einstaki leikari sem um ræðir er Elfar Logi Hannesson sem segir að einleikjaformið hafi frekar valið hann en hann valið formið. Enda ekki ólíktlegt þar sem hann er eini atvinnuleikarinn sem hefur verið búsettur á Vestfjörðum síðan um áðurnefnd aldamót. 

Svo djúpt hefur einleikarinn Elfar Logi sökt sér í formið að síðustu ár hefur hann setið sveittur við að rita einleikjasögu Íslands. Nú nokkrum árum síðar er bókverkið tilbúið og eina sem vantar að að stiðja á prenta. 

En það er ekkert bara, það kostar alveg fullt af monnípeningum. Því hefur verið gripið til þess örþrifaráðs að leita samstarfs við fjármögnunar apparatið karolinafund.is Fjármögnunin er þegar hafin og fer fram hér

 

https://www.karolinafund.com/project/view/1773

 

Þetta er allt eða ekkert dæmi. Við höfum sett okkur markmið og ef það næst ekki þá verður ekkert úr útgáfunni. Þegar þetta er ritað eru 56 dagar til stefnu (ritað - 5. júlí 2017). Þætti okkur vænt um ef þú lesandi góður leggðir okkur lið. Enda veitir ekki af að bæta við hina íslensku leikhúsbókmenntaflóru og hvað þá með svo sérhæfðu efni sem Einleikjasögu Íslands. 


« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30