A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
10.01.2017 - 12:05 | mbl.is,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

Verð ekki eins og drottn­ing frænka

Mar­grét Þór­hild­ur Dana­drottn­ing tók á móti fjöl­miðlafólki í Amalien­borg­ar­höll í morg­un. Mynd/​Anna Lilja
Mar­grét Þór­hild­ur Dana­drottn­ing tók á móti fjöl­miðlafólki í Amalien­borg­ar­höll í morg­un. Mynd/​Anna Lilja
« 1 af 2 »

Mar­grét Þór­hild­ur Dana­drottn­ing tók á móti hópi ís­lenskra fjöl­miðlamanna í Amalien­borg­ar­höll í Kaup­manna­höfn í morg­un. Hún sagðist hlakka til heim­sókn­ar Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar for­seta Íslands og að fá að fræðast meira um Ísland af hon­um.

Hann er jú sagn­fræðing­ur og veit margt um Ísland og sög­una, sagði drottn­ing­in hlæj­andi.

Heim­sókn ís­lenska fjöl­miðlafólks­ins var í boði danska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins í tengsl­um  við fyr­ir­hugaða heim­sókn Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar for­seta Íslands og El­izu Reid for­setafrú­ar 24.-25. janú­ar. Spurð hvort op­in­ber­ar heim­sókn­ir sem þess­ar væru mik­il­væg­ar kvað drottn­ing já við. Sam­band Íslands og Dan­merk­ur væri sterkt og með langa sögu. „Þetta er gott tæki­færi til að kynn­ast bet­ur og styrkja tengsl­in á milli þjóðanna,“ sagði drottn­ing­in.

Nú er ný­kjör­inn for­seti Íslands til­tölu­lega ung­ur að árum og nýr í embætti. Yðar há­tign hef­ur nú setið á stóli í rúm 44 ár, mun yðar há­tign gefa hon­um góð ráð? 

„Ég á ekki von á því. Hann er jú þroskaður maður með tals­verða lífs­reynslu. Við mun­um svo sann­ar­lega ræða margt, en ég verð ekki eins og ein­hver drottn­ing frænka (Tan­te dronn­ing)  sem seg­ir hon­um hvernig hann á að vera,“ svaraði drottn­ing­in og skellti upp úr.

Lengra viðtal við Mar­gréti Þór­hildi Dana­drottn­ingu mun birt­ast í Morg­un­blaðinu á morg­un.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31