A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
27.08.2015 - 21:27 | Hallgrímur Sveinsson

Vel vaxinn niður

Ísborg ÍS 250
Ísborg ÍS 250
« 1 af 2 »

Einn góður frá Ísafirði

Einar Jóhannsson skipstjóri og síðar hafnsögumaður á Ísafirði var harður karl og skemmtilegur, hávær, kjaftfor og góður að svara fyrir sig. Einar var lengi skipstjóri á síðutogaranum Ísborgu ÍS 250. Einnig var hann með Sólborgu ÍS 260 síðasta árið sem hún var gerð út. Og svo seinna með Framnesið á Þingeyri.

            Einari þótti gaman að renna fyrir lax og fór hann eitt sinn sem oftar til laxveiða í Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi. Með honum voru Kristinn sonur hans og Sigurður Sigurðsson, Blóma-Siggi, þá smástrákar. Engin veiði var í ánni í þetta sinn. Á þessum tíma fylgdi veiðileyfinu í ánni ekki leyfi til veiða í Laugardalsvatni.

            Þegar fullreynt var að ekkert fengist í ánni læddist Einar með strákana með sér upp með vatnsbakkanum að vestanverðu. Þar fékk hann nokkra fiska. Þá heyrðist viðvörunarflaut úr þokulúðri Rögnu Aðalsteinsdóttur bónda á Laugabóli en jörðin á mikið land að vatninu. Einar sinnti flautinu engu og hélt áfram að kasta. Ekki leið á löngu þar til Ragna birtist á vatnsbakkanum og hellti sér yfir karlinn og strákana. Einar var þá búinn að fela fiskinn og veiðistöngina og sagðist ekkert hafa verið að veiða. Hann hefði bara verið í göngutúr að skoða vatnið.

Ragna sagði þá hvöss:

            Ég sá þig munda stöngina á vatnsbakkanum. Þér þýðir ekkert að þræta fyrir það.

            Einar svaraði með hásri þrumuraust togaraskipstjórans:

            Eina stöngin sem ég hef haldið á hér var þegar ég tók hann út á mér til að pissa.

 

Hallgrímur Sveinsson.

 

 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31