A A A
Veðurguðirnir léku við Vestfirðinga: 10-12 þúsund manns á landnámshátíð þeirra 12. %u2013 14. júlí 1974. Ljósm.: Ómar Ragnarsson.
Veðurguðirnir léku við Vestfirðinga: 10-12 þúsund manns á landnámshátíð þeirra 12. %u2013 14. júlí 1974. Ljósm.: Ómar Ragnarsson.
« 1 af 2 »

Landnámshátfð Vestfirðinga var haldin f Vatnsfirði um helgina, og þótti hún takast með afbrigðum vel.

Glampandi sðl var allan tímann, og er talið, að 10—12 þúsund manns hafi verið á hátfðinni þegar mest var, að sögn fréttaritara Mbl. á Ísafirði.

Fólk fór að streyma til Vatnsfjarðar strax á föstudagskvöldið, en hátiðahðldin hófust ekki fyrr en á laugardaginn, nema hvað tónlist var leikin á föstudagskvöld til afþreyingar fólki, sem þá var komið á staðinn.

Dagskráin hófst á Iaugardagsmorgun með lúðrablæsti, en sfðan kom það atriði, sem mönnum þótti tilkomumest á hátíðinni, sigling vfkingaskips inn Vatnsdalsvatn. Fékk skipið góðan byr inn vatnið. Stóð Hrafna-Flöki þar fremstur, og sleppti hann hrafnsunga skömmu fyrir landtöku, en hann hafði veríð taminn til þessa atriðis. Flaug hann lágt yfir mannfjöldann.

Um klukkan 11 steig HrafnaFlóki og hans fólk á land, klætt fornmannabúningum. Var geysilegur mannfjöldi samankominn við bryggjuna.

Eftir þetta var gert hlé, en samfelld dagskrá byrjaði eftir hádegið.

Marfas Þ. Guðmundsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar Vestfjarða setti hátfðina, síðan sungtl kórar; Guðmundur G. Hagalín flutti hátíðarræðuna og um kvöldið var dansað á tveimur pöllum.

Dagskrá sunnudagsins hófst með guðsþjónustu, og tóku allir prestar á Vestf jörðum þátt í henni. Við guðsþjónustuna söng um 100 manna kór úr kirkjukórum Vestfjarða.

 

Eftir hádegið hélt dagskráin áfram, sr. Gunnar Björnsson í Bolungarvík lék á selló, undirleik annaðist ólafur Kristjánsson, Bryndís Schram flutti hátíðarkvæði, Litli leikflokkurinn á Ísafirði flutti þátt fyrir börn, og sfðar um daginn flutti hann leikritið Pilt og stúlku. Ömar Ragnarsson skemmti, og dansað var f ram eftir kvöldi. Voru menn á einu máli um, að hátlðin hefði tekizt með afbrigðum vel, og var allur bragur hennar  eins og bezt verður á kosið.



Morgunblaðið í júlí 1974.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31