A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
Vatnsfjörður í Ísafirði - Þættir úr sögu höfuðbóls og kirkjustaðar
Vatnsfjörður í Ísafirði - Þættir úr sögu höfuðbóls og kirkjustaðar
« 1 af 2 »

Í þessu undirstöðuriti, sem ætti að vera ofarlega á lista hjá öllu áhugafólki um sögu Íslands, er fjallað um einn þekktasta sögustað frá upphafi byggðar í landinu og allt fram á okkar daga. Þess er gættað almenningur geti haft af henni full not ásamt fræðimönnum, en höfundur tekur mið af nýjustu fornleifarannsóknum á staðnum og öllum tiltækum rituðum heimildum, bæði prentuðum og óprentuðum.


Saga Vatnsfjarðar er saga Íslands í smækkaðri mynd. Þar hafa búið margir af merkustu Íslendingum fyrr og síðar og staðurinn skipar mikilvægan sess í Íslandssögunni.
Síra Baldur Vilhelmsson er síðasti ábúandi og prestur sem við sögu kemur í Vatnsfjarðarbók og situr hann staðinn enn friðarstóli ásamt eiginkonu sinni Ólafíu Salvarsdóttur.
 

   Í ritnefnd verksins eru þeir prófessorarnir Torfi H. Tuliníus, sem er ritstjóri og  Már Jónsson ásamt síra Baldri sem átti frumkvæði að verkinu. Vestfirska forlagið á Þingeyri gefur út bókina og er hún komin í bókaverslanir um land allt og í netverslunina á www.vestfirska.is

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31