A A A
  • 1922 - Gunnlaugur Sigurjónsson
  • 1974 - Þorleifur Kristján Sigurvinsson
  • 1980 - Var Jhon Lennon myrtur í New York
10.03.2015 - 12:56 | Á vettvangi dagsins:

Vandaðan smalann velja skal, vitran hal og merkan

Sigurjón G. Jónasson bóndi í Lokinhömrum. Einn þekktasti fjárbóndi á Vestfjörðum í seinni tíð. Með honum á myndinni er ærin Svöl sem hrapaði fleiri hundruð metra fram af svokölluðu Fuglbergi árið 1995 og lifði það af. Ljósm. H. S.
Sigurjón G. Jónasson bóndi í Lokinhömrum. Einn þekktasti fjárbóndi á Vestfjörðum í seinni tíð. Með honum á myndinni er ærin Svöl sem hrapaði fleiri hundruð metra fram af svokölluðu Fuglbergi árið 1995 og lifði það af. Ljósm. H. S.
« 1 af 3 »

Hallgrímur Sveinsson skrifar:

Við Íslendingar erum merkileg þjóð. Hver dæmi eru þess? mundi Sverrir Hermannsson hafa spurt. Til dæmis það að innan fárra ára mun sauðfjárbúskapur sennilega heyra sögunni til á Vestfjörðum, nema á örfáum jörðum. Þetta skeður þrátt fyrir að trúlega eru hvergi betri sauðfjárhagar á Íslandi. Og margir vita að Vestfirðingar eru miklir sérfræðingar í sauðfjárrækt. Í öðrum landsfjórðungum reka menn heilu sauðfjárhjarðirnar á beit á meira og minna örfoka land. Og fá fyrir það beingreiðslur úr ríkissjóði í beinhörðum peningum!

   Vandaðan smalann velja skal,

   vitran hal og merkan.

Svo kvað Sigurður bóndi á Heiði í Gönguskörðum um það hvers bæri að gæta er bændur réðu sér smala. Smalar eru reyndar ekki lengur til sem þjóðfélagsstétt. En þeir vestfirsku sauðfjárbændur sem enn eru uppi við, standa fyrir sínu. Þegar þeir hverfa á braut verður Ísland fátækara en áður. 

 

Hallgrímur Sveinsson

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31