A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
24.07.2017 - 19:02 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Emil Ragnar Hjartarson,Björn Ingi Bjarnason

VORDAGAR Í VEGAGERÐ VIÐ DÝRAFJÖRÐ

F.v.: Guðmundur Gunnarsson og Oddur Pétursson  hafa komið sér makindalega fyrir við Botnsá. Ljósm.: Úr safni Emils R. Hjartarsonar.
F.v.: Guðmundur Gunnarsson og Oddur Pétursson hafa komið sér makindalega fyrir við Botnsá. Ljósm.: Úr safni Emils R. Hjartarsonar.
« 1 af 2 »

Vorið 1953 var orðið akfært að Næfranesi við norðanverðan Dýrafjörð. Að vestan var hægt að aka inn fyrir Botn og út undir Ófæru.

Vegurinn inn með firðinum frá Kjaransstöðum bar þess merki að vera lagður í flýti, án mælinga á köflum. Það var orðrómur að kaupfélagsstjórinn, kunnur atorku og dugnaðarmaður hefði knúið fast á vegargerð í Botn svo mjög að ekki hafðist undan að mæla. Botnstúnið var nytjað frá Þingeyri.

Þegar úthald hófst þetta vor var gert út frá Þingeyri og unnið við lagfæringar á veginum eftir því sem fjármunir dugðu.

Þetta voru sæludagar í kyrrð innfjarðarins, umferð engin til að trufla. ,hlýddum á söngskemmtan fugla og svo leit örninn í heimsókn þegar fór að falla út.

Lýður lagði ríkt á við okkur aðkomumenn að læra örnenefni svo hægt væri að senda okkur til verka. Haugsnes . Bæjará, Drangsnes voru kunn viðmið.

Hjá Dröngum hlutu að koma í huga Guðmundur Jústsson sem þar bjó, sterkastur Vestfirðinga á hans tíð og burðarmaður svo ótrúlegt er--og-- þarna bjó unnusta Magnúsar Hjaltasonar, en hann var fyrirmynd Ólafs Ljósvíkings í Heimsljósi Laxness.

Stóra Hvilft , Dýrahvilft sem geymir haug landnámsmannsins og Sandafjall innst.

Náttúrufegurð mikil sem vegfarendur nútímans njóta ekki leiðin liggur ekki þarna lengur..

Dýrafjarðarbotn kjarri vaxinn og handan fjarðarins fossinn í Hvalláturdalsá og utar Valseyri :, við vissum að til Valseyrar kæmumst við síðsumars.

Þegar vinnusvæðið var langt frá aðsetri vorum við nestaðir til dagsins.

Í votviðri leituðum við skjóls í bænum á Dröngum, jörðin í eyði en hús uppistndandi--en-- Í dag er blíðu veður og Oddur Pétursson og Guðmundur Gunnarsson hafa komið sér makindalega fyrir við Botnsá í hádeginu-- eins og sést á myndinni.

 

Af Facebook-síðu Emils R. Hjartarsonar.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31