A A A
  • 1964 - Hermann Drengsson
27.06.2017 - 12:12 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

VEISLA FYRIR HARMONIKUUNNENDUR

Landsmót Sambands íslenskra harmonikuunnenda verður haldið á Ísafirð
Landsmót Sambands íslenskra harmonikuunnenda verður haldið á Ísafirð

Á helginni verður sannkölluð veisla fyrir unnendur ástsælasta hljóðfæris landsmanna þegar 13. landsmót Sambands íslenskra harmonikuunnenda verður haldið á Ísafirði.

Fjöldi dansleikja og tónleika verða í boði og á fimmtudagskvöld byrja harmonikkuleikarar að þenja nikkur sínar á dansleikjum á Húsinu, í Krúsinni og í Edinborg. Dansleikirnir hefjast kl. 21 og standa til kl. 01.

Á föstudaginn kl. 14 verður mótið sett við íþróttahúsið á Torfnesi og í beinu framhaldi, eða kl. 15, verða tónleikar harmonikufélaga í íþróttahúsinu og um kvöldið verða dansleikir á skemmtistöðunum þremur á Ísafirði.

Á laugardag hefst mótið með tónleikum í íþróttahúsinu og hefjast þeir kl. 14. Harmonikutríóið Í-Tríó spilar á tónleikum í íþróttahúsinu kl. 17 en tríóið skipa þau Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir, Jón Þorsteinn Reynisson og Jónas Ásgeir Ásgeirsson.

Að kvöldi laugardags verður svo stórdansleikur í íþróttahúsinu og hefst hann kl. 21 og stendur til 02.

Miðasala verður í íþróttahúsinu frá fimmtudegi til laugardags frá kl.13:00.




« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30