A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
24.03.2016 - 07:06 | Vestfirska forlagið,Emil Ragnar Hjartarson

VEGAGERÐ OG JARÐARFARIR

« 1 af 2 »
Þegar ég fór að vinna hjá Vegagerðinn á áttunda áratug 20. aldar eftir langt hlé var komin vélaöld. Tipparastéttin aðeins endurminning en vélamenn alls konar uppistaða vinnuflokksins. Það var kominn tími hins bundna slitlags og verkgæði byggðust á góðum bílstjórum, hefilstjórum, ýtusvínum,broytröfusnillingum, payloaderstjórum o.s.frv. Að þess háttar þegnum bjó vinnuflokkur Guðmundar Gunnarssonar ríkulega. Við hinir, í fótgönguliðinu, hafðir til smærri viðvika,, stjórna losun á efni, girða og leggja ræsi. og fleira sem til féll.

Bundið slitlag var bylting. Við kölluðum þetta að" teppaleggja" Af sú tíð þegar vegagerðarmenn heilsuðu sömu holunum eins og gömlum kunningjum, ár eftir ár.

Allir, eða kannske langflestir, tóku þessu nýmæli með fögnuði .Horfin sú öld þegar vissara þótti að taka út úr sér fölsku tennurnar áður en lagt var upp í ferð um holukransa malarvegarins. Sumir kviðu auknum ökuhraða.

Við vorum að undirbúa " teppalagningu" í Hvammi í Dýrafirði.. Bændurnir í Lægsta-Hvammi við vinnu sína í nánd við veginn, sem lá svo að segja um hlaðið á bænum. Í stundarhléi tókum við tal saman og ég hafði orð á að nú væru þeir lausir við rykið af malarveginum svona rétt undir stofugluggunum.
Það stóð ekki á svari: " Þeim á eftir að fjölga jarðarförunum"
Það lítur hver sínum augum á silfrið.

Af Facebokk-síðu Emils Ragnars Hjartarsonar.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31