A A A
  • 1950 - Einar Helgason
  • 1978 - Gestur Magnús Magnússon
17.08.2017 - 19:52 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

"Útvarp Vestfirðir,gott kvöld" Úr annál ársins 1991 -seinni hluti

Fréttamenn Rúv á Ísafirði þau Sigríður Guðfinna Ásgeirsdóttir og Finnbogi Hermannsson þann 28/06/2005. Ljósm.: Siv Friðleifsdóttir.
Fréttamenn Rúv á Ísafirði þau Sigríður Guðfinna Ásgeirsdóttir og Finnbogi Hermannsson þann 28/06/2005. Ljósm.: Siv Friðleifsdóttir.

Seinni hluti:

     Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, flutti hátíðarræðu á þjóðhátíðardaginn 17. júní á fæðingarstað Jón Sigurðssonar, en þá voru liðin 180 ár frá fæðingu hans. Sigurbjörn biskup lagði meðal annars út af því í ræðu sinni, að íslendingar mættu ekki glata sjálfstæði sínu í dansinum kringum gullkálfinn og þjóðin þyrfti að endurmeta Jón Sigurðsson og rifja upp sögu sjálfstæðisbaráttunnar. Ræða dr. Sigurbjörns var eftirminnileg öllum sem á hlýddu.

     Fjöldi ferðamanna sótti okkur heim í sumar, bæði innlendir og erlendir og er vaxandi skilningur á því hjá heimamönnum, að þjónusta við ferðamenn getur gefið nokkuð í aðra hönd, ef vel er á haldið.

     Olíufélagið hf. og Kaupfélag Dýrfirðinga tóku í notkun stóran og veglegan veitingaskála á Þingeyri og mun hann bæta úr brýnni þörf. Olíufélagið hf. sýndi Íþróttafélaginu Höfrungi þann velvilja að gefa því gamla söluskálann og verður hann notaður sem búningsklefi við íþróttavöllinn á Þingeyri. Gjöf þessa má meta á nokkur hundruð þúsund krónur.

     Hestamannafélagið Stormur fagnaði 20 ára afmæli á árinu og var mikið um að vera á Söndum um Verslunarmannahelgina, en þar hefur félagið komið sér upp mjög góðri aðstöðu.

Leiddum menn þar saman hesta sína og taldi Guðmundur Ingvarsson, sem verið hefur fyrirliði hestamanna í Dýrafirði svo lengi sem elstu menn muna, að hér hefði verið um að ræða mesta viðburð í hestamennsku á Vestfjörðum frá því fyrstu landnámsmennirnir komu hingað í fjórðunginn.

     Miklar endurbætur voru gerðar á veginum um Hrafnseyrardal, gerðar vatnsrásir og vegurinn styrktur og borið malað efni á um 8 kílómetra.

     Þau tímamót urðu í sumar, að hætt var að dreifa mjólk beint til neytenda á Þingeyri. Er ekki annað vitað en þá hafi síðustu mjólkurpóstarnir á Íslandi lagt niður störf, þegar hætt var beinni mjólkursölu frá bæjunum Kirkjubóli og Hólum.

     Unnið er af fullum krafti við pípulagnir og múrverk í Dvalarheimili aldraðra á Þingeyri, en reiknað er með að heimilið geti tekið á móti 20 dvalargestum, auk þess sem alls konar þjónusta verður þar til staðar fyrir aldraða, sem búsettir verða annarsstaðar í sveitarfélaginu." 

     

 

 

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31