A A A
  • 1957 - Jón Reynir Sigurðsson
  • 1963 - Ísleifur B Aðalsteinsson
  • 2000 - Lilja Kristín Björgvinsdóttir
16.09.2016 - 06:35 | Veðurstofa Íslands,Hallgrímur Sveinsson

Útibú K. D. á Auðkúlu: - Enginn treysti sér til að klifra upp stöngina!

Verslunarhús Kaupfélags Dýrfirðinga, útibú, að Auðkúlu í Arnarfirði. Ljósm.: H. S.
Verslunarhús Kaupfélags Dýrfirðinga, útibú, að Auðkúlu í Arnarfirði. Ljósm.: H. S.

Árið 1937 stofnaði Kaupfélag Dýrfirðinga á Þingeyri útibú á Auðkúlu í Arnarfirði. Reisti félagið myndarlegt verslunar-og vöruhús úr steinsteypu á þremur hæðum. Verslun sú var rekin fyrir íbúa Auðkúluhrepps fram yfir 1960.

Þórður Njálsson bóndi á Auðkúlu var útibússtjóri. 

   Þetta hús stendur enn fyrir sínu. Steypan í því virðist vera býsna góð eins og sést á meðf. mynd. Eins og sjá má er þessi flotta flaggstöng á kvistinum að framan, en er að vísu orðin fúin. Hreinn Þórðarson, bóndi á Auðkúlu, segir okkur frá því að eftir 1948, þegar fjölskyldan flutti inneftir úr Stapadal, hafi aldrei verið flaggað á þeirri stöng. Ástæðan var sú að flagglínan var slitin og enginn treysti sér til að klifra upp stöngina og redda málinu!


« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30