A A A
  • 1943 - Kristjįn Gunnarsson
28.02.2015 - 07:49 | Į vettvangi dagsins:

Śtgeršarašallinn veršur aš gefa eftir nokkrar tommur!

Vestfiršir og Vestfjaršamiš.
Vestfiršir og Vestfjaršamiš.

Hallgrímurn Sveinsson skrifar:

Útgerðaraðallinn verður að gefa eftir nokkrar tommur!

„Ný byggðastefna verður ekki mörkuð án þess að hafa það að leiðarljósi að ein meginforsenda lífvænlegrar byggðar er arðsamur sjávarútvegur og skilvirkur og frjáls landbúnaður.“

   Hvaða spekingur skildi nú skrifa svona fallegan texta? Þetta er ekki fært í letur hér fyrir vestan, heldur í sjálfri Reykjavíkinni. Það er Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og helsti skríbent Moggans í atvinnumálum, sem svo tekur til orða í blaðinu 9. júlí 2014.

   Sú var tíðin að þróttmestu og arðsömustu sjávarútvegsfyrirtækin voru einmitt á Vestfjörðum. Þar sem búa harðsæknustu sjómen í heimi hér og stutt til miða. Fiskurinn oft uppi í kálgörðum! Nú er auðvitað spurningin hvort það sé virkilega liður í arðsömum sjávarútvegi dagsins að hætta arðsamri útgerð og fiskvinnslu til dæmis frá Þingeyri, Flateyri, Suðureyri. Svo dæmi séu nefnd.

    Orð varaþingmannsins gefa tilefni til að benda á að það er þjóðarnauðsyn að viðurkenna frumbyggjarétt þeirra sem hafa veitt fisk, unnið í fiski, borðað fisk og talað um fisk alla sína tíð. Færa fiskvinnslufólki og útvegsbændum aftur rétt til að lifa af á vissum stöðum á landinu. Nú þarf útgerðaraðallinn að vera víðsýnn og sanngjarn. Láta ekki eiginhagsmuni glepja sér sýn. Nú verða þeir að gefa eftir nokkrar tommur! Þekkja sinn vitjunartíma. 

 

Hallgrímur Sveinsson

« Maķ »
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31