A A A
  • 1957 - Sigríđur Ţórdís Ástvaldsdóttir
  • 1982 - Kristjana Sigríđur Skúladóttir
  • 2004 - Auđbjörg Erna Ómarsdóttir
22.08.2017 - 17:31 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Úr spegli tímans: - Fjölnir -- Fjölnir -- Heyrirđu í mér Fjölnir? Ţingeyrarradíó kallar – yfir! Fyrri hluti

Séra Stefán Eggertsson í talsöđinni á skrifstofu sinni. Hún var ekki stór, en ţar var samt mikiđ rými.
Séra Stefán Eggertsson í talsöđinni á skrifstofu sinni. Hún var ekki stór, en ţar var samt mikiđ rými.

Séra Stefán Eggertsson, sóknarprestur á Þingeyri, er einn af þessum mönnum sem ekki gleymast. Hann skildi eftir sig varanleg spor. Var maður nýrra tíma en tengdi einnig saman gamalt og nýtt. Um hann má segja að hann predikaði á stéttunum engu síður en í kirkjunum sem hann þjónaði. Hann var óþreytandi baráttumaður í slysavarnamálum, samgöngumálum, menntamálum, fjarskiptamálum og bara nefndu það. Flugmál voru honum sérlega hugleikin, enda sá það á í Dýrafirði og víðar.

Ekkert var séra Stefáni óviðkomandi ef verða mátti til að greiða götu sóknarbarna hans og annarra.

   Það var verið að nefna nafnið hans séra Stefáns í Þingeyrarakademíunni í morgun.

Þá rifjuðu menn það upp er séra Stefán og hans góða kona, Guðrún Sigurðardóttir, héldu uppi Þingeyrarradíói  áratugum saman dag og nótt. Þá var sjómönnunum þjónað á Bátabylgjunni og á þá bylgju gátu landkrabbarnir líka hlustað í útvarpinu. Og ekki má gleyma Bílabylgjunni sem var ómissandi fyrir Gunnar og Ebenezer, Ármann Leifsson og þá félaga alla í bílaflutningunum til og frá Vestfjörðum. Þetta var ótrúleg sjálfboðavinna hjá einni fjölskyldu, því börnin, Eggert og Sigrún, komu þar einnig við sögu. Og var einhver að tala um Flugvélabylgjuna? Það var nefnilega einnig talað við flugvélarnar og haldið uppi þjónustu við þær. Og segja má að allur heimurinn hafi verið undir á þessu radíosviði á Þingeyri um loftin blá.

Í dag hefur síminn tekið við því hlutverki.


« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31