A A A
11.12.2015 - 22:15 | Hallgrímur Sveinsson

Upp með húmorinn í skammdeginu! - Samræður í messukaffi

Gunnlaugur Sigurjónsson. Ljósm.: H.S.
Gunnlaugur Sigurjónsson. Ljósm.: H.S.

Það var á þeim árum þegar séra Kári Valsson var þjónandi prestur á Hrafnseyri. Síðla hausts boðaði hann til messu á staðnum, en þá var nýafstaðin hundahreinsun í hreppnum. Þá var hundahreinsunarmaður í Auðkúluhreppi Gunnlaugur Sigurjónsson bóndi á Tjaldanesi, en hundahúsið var þar í svokölluðu Grjótnesi og var það auðvitað þýðingarmikið að allir kæmu með hunda sína til hreinsunar.

            Eftir embætti var öllum boðið í messukaffi, eins og lengi hefur tíðkast til sveita. Sátu þeir skammt hvor frá öðrum, Gunnlaugur og Hákon J. Sturluson bóndi á Borg í Arnarfirði, sem þá var með skegg niður á bringu. Teygði Gunnlaugur sig í áttina að Hákoni og ávarpaði hann á þessa leið:

            „Þú komst ekki með hundinn, helvítið þitt.“

            „O, það er nú langur vegur í skammdeginu frá Borg alla leið út að Tjaldanesi,“ svarar þá Hákon.

            „Þú áttir nú að koma samt,“ sagði Gunnlaugur snöggur upp á lagið, beygði sig áfram og tók þéttingsfast í skeggið á Hákoni og rykkti í. Lauk svo þeim viðskiptum í messukaffinu, að menn urðu að ganga á milli

(Sögn Ágústs Guðmundssonar frá Innri-Lambadal)

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30