A A A
  • 1927 - Rannveig Guðjónsdóttir
  • 1970 - RAIVO SILDOJA
12.02.2016 - 17:26 | bb.is,Vestfirska forlagið

Unnið með ritningu Gyðinga á listsýningu á Þingeyri

« 1 af 2 »
Listin heldur áfram að glæða lífið bjartari ljóma á Þingeyri, en um komandi helgi verður þriðja sýningin af fjórum í sýningarröðinni Questioning Arts. Titill sýningarinnar að þessu sinni er „…Jafnvel þau orð sem sögð eru í trúnaði bergmála“ og voru verkin að mestu unnin á listavinnustofu í Litháen síðasta haust. Meginþema verkanna er fengið úr Tanak, ritningu gyðinga, sem er skammstöfun á hebreskum heitum lögmálsins (torah), ritanna og spámannanna. Listamennirnir lásu og tjáðu sýn sína á ritningunum og ljáðu þeim nýtt lífsform í verkum sínum. Aðferðir listamannanna eru fjölbreyttar og sjá má túlkun þeirra í tónverki, textaverki, video-verki, gjörningi og fatnaði. 

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni: Sandra Borg Bjarnadóttir, Björg Sveinbjörnsdóttir, Daina Pupkevičiūtė, Jovita Strobeikaitė, Mykolas Natalevičius og Rytis Saladžius. Sýningin er samstarfsverkefni litháísku listamiðstöðvarinnar í Utena og Simbahallarinnar. Alls fóru 6 vestfirskir listamenn á þrjár vinnustofur í Utena frá maí - október á síðasta ári og nú stendur yfir síðasta mánaðarlanga vinnustofan á Þingeyri. Alls koma tólf litháískir listamenn til Þingeyrar þennan mánuð sem sýningahrinan stendur yfir og er því kjörið fyrir Vestfirðinga að kynna sér verk listamannanna sem margir eru hve fremstir í sinni röð í heimalandinu. 

Á vísindavefnum segir aðeins nánar um Tanak „Gyðingar flokka rit Gamla testamentisins í lögmálið, ritin og spámennina. Lögmálið er Mósebækurnar fimm, ritin eru söguritin, spekiritin og sálmarnir og loks eru það spámannaritin.“ 

Sýningin á laugardaginn 13. febrúar 2016 er í Simbahöllinni og hefst klukkan 14:00
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31