A A A
  • 1951 - Frišfinnur S Siguršsson
  • 1973 - Atli Mįr Jóhannesson
  • 1976 - Kristjįn Rafn Gušmundsson
  • 1979 - Jón Žorsteinn Siguršsson
  • 1988 - Arnžór Ingi Hlynsson
12.11.2012 - 06:51 | bb.is

Ungur Žingeyringur ķ ęvintżražrį

Gušni Pįll leikur sér ķ briminu viš Bolungarvķk.
Gušni Pįll leikur sér ķ briminu viš Bolungarvķk.
„Þetta er eitthvað sem mig langar til að gera. Ætli það sé ekki hægt að segja að þetta sé ævintýraþrá,“ segir Guðni Páll Viktorsson, 25 ára Þingeyringur, sem mun leggja í hringferð umhverfis landið á kajak næsta sumar. Guðni Páll segir að ákvörðunin hafi verið tekin í sumar og undirbúningurinn sé hafinn. „Um er að ræða bæði andlegan og líkamlegan undirbúning og síðan þarf ég að safna styrkjum því þetta er mjög dýr framkvæmd,“ segir Guðni Páll. Hann segist vera kominn með þrjá stóra styrktaraðila og sé að leita að fleirum. Hægt verður að heita á hann og munu ákveðin samtök eða félag njóta góðs af áheitunum. Ákvörðun þess efnis verður tekin síðar.

Búnaðurinn sem Guðni Páll hefur með sér kostar stórar fjárhæðir sem og tækjabúnaður til að hafa samskipti við fólk í landi, fatnaður og síðast en ekki síst, góður kajak. Guðni Páll segist geta tekið með sér vistir til 10 daga í senn enda sé meira pláss um borð í venjulegum kajak en margir geri sér grein fyrir. Guðni Páll mun róa einn og áætlar að ferðin taki 5-8 vikur með því að róa 10-12 tíma á sólarhring. „Ég mun fara í land til að sofa og matast en geri ekki ráð fyrir að stoppa nema 2-3 daga í landi í senn, nema vegna veðurs. Draumurinn er einnig sá að taka ferðina upp og gera 3-4 þætti úr henni til sýninga,“ segir Guðni Páll.

Að ýmsu þarf að huga á meðan á ferðinni stendur og þarf Guðni Páll að fylgjast vel með veðri og sjávarföllum. „Sumstaðar þarf ég að róa að nóttu til eins og við Látrabjarg því ég þarf að varast sólvinda og innlögn sem getur orðið mjög sterk á þessum slóðum,“ segir Guðni Páll sem hyggst hefja ferðina 1. maí á næsta ári. Guðni Páll verður annar Íslendingurinn sem rær í kringum landið á kajak, ef verkefnið gengur að óskum, en fyrstur til þess var Gísli H. Friðgeirsson árið 2009. Sett hefur verið á stofn Facebook síða sem tileinkuð er ferðinni og í bígerð er að gera heimsíðu þar sem hægt verður að fygjast með ferðalaginu. Áhugasamir sem vilja styrkja Guðna Pál er bent á að hafa samband í síma 661-6475.
.


« Maķ »
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31