A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
14.02.2012 - 00:34 | Tilkynning

Unglingar skora á foreldra sína

Keppnin fer fram í Grunnskólanum.
Keppnin fer fram í Grunnskólanum.
Unglingarnir í félagsmiðstöðinni Dýrinu á Þingeyri ætla að skora foreldra sína á hólm, föstudaginn 17. febrúar n.k. Keppnin fer fram á sal Grunnskólans á Þingeyri og hefst klukkan 20.30. Gert er ráð fyrir að það séu 4 í hverju liði, en bæði foreldrum og unglingum er heimilt að senda fleiri en eitt lið. Ef foreldrar skorast undan verður keppninni breytt í bekkjarkeppni fyrir 7-10 bekk. Keppnin verður ekki ólík því sem þið þekkið frá sjónvarpsþáttunum Útsvar, en þó með minniháttar breytingum. Hvetjum foreldra til að mæta og horfa á þó þeir ætli ekki að taka þátt í keppninni.
Félagsmiðstöðin Dýrið
« Apríl »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30