A A A
  • 1957 - Jón Reynir Sigurðsson
  • 1963 - Ísleifur B Aðalsteinsson
  • 2000 - Lilja Kristín Björgvinsdóttir

Auglýst er eftir styrkumsóknum um styrki úr sjóði er verkefnisstjórn Allra vatna til Dýrafjarðar veitir úr í umboði Byggðastofnunar. Umsóknum skal skilað á tölvutæku formi á þar til gerðu eyðublaði sem finna má hér. Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2018. Allir sem búa yfir hugmyndum að frumkvæðis- og/eða samfélagverkefnum í samfélaginu við Dýrafjörð eru hvattir til að sækja um. 

Nánari upplýsingar veitir verkefnisstjóri Agnes Arnardóttir, netfang agnes@vestfirdir.is 

Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni þar sem markvisst er stefnt að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Einnig er heimilt að styrkja stofnfjárfestingu í hvers konar verkefnum að því gefnu að þau raski ekki samkeppni á viðkomandi þjónustusóknarsvæði. Enn fremur samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga



Úthlutunarreglur verkefnisins Öll vötn til Dýrafjarðar 2018

 
  1.  Umsóknum skal skilað rafrænt á þar til gerðu eyðublaði, sjá hér að ofan.
  2. Verkefni sem sótt er um fyrir þurfa fyrst og fremst að vera til þess fallin að efla samfélagið við Dýrafjörð.
  3. Umsækjendum er heitið trúnaði um það sem fram kemur í umsókn og varðar verkefnið sem sótt er um styrk til meðan á umsóknarferlinu stendur. Að úthlutun lokinni verður birtur opinberlega listi yfir styrkt verkefni ásamt stuttri lýsingu, styrkupphæð og nöfnum styrkþega. 
  4. Verkefni eða sá hluti verkefnis sem styrktur er skal að jafnaði ekki standa yfir lengur en í eitt ár. Sé um að ræða langtímaverkefni skal gera grein fyrir áföngum í verkefninu og óska einungis eftir styrk fyrir þeim hluta sem áætlað er að ljúka innan 12 mánaða frá undirskrift samnings um styrkveitinguna. 
  5. Samningur er gerður um sérhverja styrkveitingu. Hafi samningur ekki verið undirritaður við styrkþega innan þriggja mánaða frá tilkynntri úthlutun fellur styrkveitingin sjálfkrafa niður.
  6. Styrkir greiðast út eftir framvindu verkefna og samkvæmt samningi. Forsenda greiðslna er að áfanga- eða lokaskýrsla hafi verið samþykkt. Lokagreiðsla fer fram þegar lokaskýrsla hefur verið samþykkt af verkefnisstjórn. Þangað til skal halda eftir 50% af styrkupphæð.
  7. Þegar úthlutun hefur verið kunngjörð er um að ræða endanlega niðurstöðu. Ekki er hægt að fara fram á endurmat á einstökum umsóknum. 
  8. Til ráðstöfunar eru 7 milljónir króna. Ekki er krafist mótframlags umsækjenda.
  9. Við mat á umsóknum verður tekið mið af hversu vel verkefnið fellur að skilaboðum frá íbúaþingi, árlegum íbúafundum eftir það og stefnumótun verkefnisins.
  10. Einnig verður horft til þess hvort:
-Útkoma verkefnisins nýtist sem flestum í byggðalaginu.
-Verkefnið trufli samkeppni á þjónustusvæðinu.

-Verkefnið leiði til atvinnusköpunar á heilsársgrundvelli.
-Útfærsla verkefnisins sé líkleg til árangurs og þekking/reynsla sé til staðar.
-Markaðs- og/eða rekstrarlegar forsendur séu trúverðugar.
-Áhrifa verkefnis gæti fyrst og fremst á Þingeyri og við Dýrafjörð.
-Verkefnið hvetji til samstarfs og samstöðu.
-Styrkveiting hafi mikil áhrif á framgang verkefnis.

   11.  Ef fyrir liggur að verkefni umsóknaraðila raski ekki samkeppni á viðkomandi þjónustusóknarsvæði er heimilt að styrkja stofnfjárfestingu í aðstöðu, þ.m.t. tækjum og búnaði sem eru forsenda fyrir framleiðslu afurða og þjónustu.

  12.  Samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, samþykkir umsækjandi að verkefnisstjórn verkefnisins vinni með þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru til að fjalla um og greina umsókn.

Ítarefni:


Styrkjareglur Brothættra byggða í heild sinni má finna hér

Skilaboð íbúaþings 2018

Verkefnisáætlun

« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30