A A A
13.01.2009 - 01:59 | bb.is

Úlfar ehf., bauð lægst í lóðafrágang

Tjörn á Þingeyri.
Tjörn á Þingeyri.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að gengið verði til samninga við Úlfar ehf., um lóðarfrágang við dvalarheimilið Tjörn á Þingeyri, með þeim fyrirvara að staðfesting á hlut heilbrigðisráðuneytis í verkinu berist. Úlfar ehf., bauð lægst í verkið en fjögur tilboð bárust. Tilboð Úlfars hljóðaði upp á 10,7 milljónir króna eða 64,3% af kostnaðaráætlun. Einnig bauð Brautin sf., 15,3 milljónir króna, Gröfuþjónusta Bjarna bauð 13,5 milljónir og Sigmundur F. Þórðarson bauð 12,4 milljónir. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 16,6 milljónir króna. Heilbrigðiseftirlitið áformar að leggja 10 milljónir til verksins og er gert ráð fyrir að þeir fjármunir komi fljótlega.
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30