UPPBYGGINGARSJÓÐUR ÚTHLUTAR 13 MILLJÓNUM
Ellefu menningar- og nýsköpunarverkefni fengu á dögunum styrk úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Um aukaúthlutun var að ræða, en aðalúthlutun sjóðsins var í janúar. Úthlutunarnefnd, sem er skipuð níu manns víðsvegar að úr fjórðungnum, átti ekki auðvelt verk fyrir höndum, því 52 umsóknir bárust. Næsta úthlutun verður svo væntanlega auglýst í nóvember, en það er aðalúthlutun fyrir árið 2018.
Verkefni sem sjóðurinn styrkir eru:
3.500.000 kr.
Félag um lýðháskóla á Flateyri – Runólfur Ágústsson/Óttar Guðjónsson.
3.000.000 kr.
Strandbúnaðarklasi – Smári Haraldsson, f.h. tilvonandi hlutafélags.
2.000.000 kr.
Hrognkelsi – Lífræna lúsaætan – Akvaplan-niva.
1.500.000 kr.
Undirbúningur þörungaseturs Reykhólum – Þörungaverksmiðjan Reykhólum.
500.000 kr.
Þróun gúmmísökka fyrir færaveiðar – Steinþór Bragason.
Sýningin Raddir, Harmónikusafn Ásgeirs S Sigurðssonar – Byggðasafn Vestfjarða.
Gimli: Þjóðmenningarskóli Ströndum norður – Elín Agla Briem.
400.000 kr.
LÚR Listahátíð ungs fólks – Menningarmiðstöðin Edinborg.
Víkingahátíð og viðburðir – Marsibil G Kristjánsdóttir.
Þuríðarskart og seiðkonukrydd – Þuríður sundafyllir ehf.
300.000 kr.
Samtal – fólk og fræði –Fjölmóður – fróðskaparfélag á Ströndum.