22.06.2010 - 16:40 | bb.is
Toppandarhreiður í fjárhúsi
Toppandarkolla kom sér upp hreiðri á frekar óvenjulegum stað eða í fjárhúsi á Alviðru í Dýrafirði. Toppendur eru önnur tveggja tegunda fiskianda hér á landi en hin er gulönd. Fiskiendur eru kafendur sem éta nær eingöngu seiði og smáfisk eins og nafnið gefur til kynna. Toppendur eru algengar um allt land nema á hálendinu. Varpsvæði þeirra eru lyngmóar eða kjarrlendi, en þær fela hreiður sín einkar vel og verpa því gjarnan í holur og glufur. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur toppöndin komið sér vel fyrir í fjárhúsinu á Alviðru.