A A A
  • 1930 - Ástvaldur Ingi Guđmundsson
  • 1999 - Ţorlákur Ingi Sigmarsson
13.08.2008 - 23:19 | bb.is

Tónlistarveisla á Ţingeyri

Sannkölluđ tónlistarveisla verđur á Ţingeyri á laugardag.
Sannkölluđ tónlistarveisla verđur á Ţingeyri á laugardag.
Sannkölluð tónlistarveisla verður haldin á Þingeyri á laugardag þegar stórtónleikarnir Blús og ber verða haldnir í Félagsheimili Þingeyrar. Þar koma fram gítarleikarinn Björgvin Gíslason, trommuleikarinn Ásgeir Óskarsson, bassaleikarinn Tómas Tómasson og söngkonan Margrét Guðrúnardóttir ásamt Bandinu hans pabba. Að sögn Soffíu Gústafsdóttur, skipuleggjanda tónleikanna, eru tónleikarnir í tilefni af yfirvofandi stofnun Þróunarfélagi Þingeyrar. „Félagið verður stofnað á næstunni en því verður ætlað að stuðla að ferðaþjónustu og atvinnusköpun á Þingeyri. Við stefnum einnig að því að vera með ýmsa skemmtilega viðburði sem þessa og því má segja að þetta sé örlítill forsmekkur fyrir næsta sumar þegar allt verður komið í gang. Við vonumst til að mynda skemmtilega stemningu í kringum þessa tónleika og að sem flestir sjái sér fært að mæta frá nágrannabæjunum, með því viljum við beina athyglinni aðeins að okkar fallega þorpi og gefa góðan byr í seglin fyrir það sem koma skal", segir Soffía.

Fyrir tónleikanna verður boðið upp á „göldrótta" fiskisúpu í Dúddakaffi til að koma fólki í rétta gírinn og koma fólki í alvöru dýrfirska stemningu, einnig verður boðið upp á rútuferðir frá Ísafirði sé áhugi fyrir því. „Það er gaman að fá þessa miklu höfðingja sem þessir tónlistarmenn eru í heimsókn. Stefnan er að gera þetta að árlegum viðburði og vera með myndarlega tónlistarhátíð á Þingeyri á sumri hverju", segir Soffía.

 

Boðið verður upp á fiskisúpuna göldróttu á laugardag frá klukkan 18 í Dúddakaffi en tónleikarnir hefjast klukkan 21. Að þeim loknum verður alvöru pöbbakvöld á Þingeyri langt fram eftir. Miðaverð á tónleikanna er 2.000 krónur en þeir sem hafa áhuga á sætaferðum til Þingeyrar geta haft samband í síma 893 8355.

« September »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30