A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
Frá Álftamýri í dag. Endurbyggt íbúðarhús sveitarhöfðingjans Gísla G. Ásgeirssonar frá 1905-1906. Sannkölluð sveitarprýði.
Frá Álftamýri í dag. Endurbyggt íbúðarhús sveitarhöfðingjans Gísla G. Ásgeirssonar frá 1905-1906. Sannkölluð sveitarprýði.

Eins og margoft hefur komið fram hér á Þingeyrarvefnum, er nú þannig í pottinn búið þessa dagana hér í Vestfirsku Ölpunum, að melrakkinn gengur ljósum logum í náttúrunni. Hvarvetna þar sem bændur og búalið hittast og tala saman eru sagnir á lofti um tófu hér og tófu þar. Elstu menn muna ekki aðra eins tófugengd, þó sumir vilji nú kannski segja að þeir muni nú aldrei neitt! Trúlega er búið að fella upp undir 100 dýr á svæðinu. Samt sér ekki högg á vatni.

      Kvöld nokkurt í vikunni urðu þau hjónin á þeim fornfræga stað, Álftamýri á norðuströnd Arnarfjarðar, Gunnar Steinþórsson og Bryndís Baldursdóttir, heldur betur vör við þetta.

Þannig háttar til, að nokkrar lambær frá honum Guðjóni Strandamanni ganga utan girðingar í gózenlandinu á staðnum. Umrætt kvöld voru þau hjón eitthvað að bardúsa. Allt í einu sjá þau að komin er heilmikil hreyfing á fjárhópinn. Skipti það engum togum að þau sjá tvær tófur hlaupandi á eftir fénu fram og til baka. Eftir stund mætti svo þriðja tófan til leiks. Á þessu gekk um stund. Ekki urðu þau vör við að lágfóta gerði neinar tilraunir til að bíta féð, enda hefur hún nóg fyrir sig að leggja í náttúrunni þessa dagana. Hér virðist því hafa verið um einhvers konar hlaupaæfingu að ræða hjá rebba.

Svona er þetta bara. Minkurinn er svo sér á parti. Í stöðugri sókn.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30