A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
15.11.2016 - 09:31 | bb.is,Vestfirska forlagiğ,visir.is

Tilboğ í Dırafjarğargöng opna í byrjun næsta árs

Vonir standa til ağ Dırafjarğargöng verği tilbúin áriğ 2020.
Vonir standa til ağ Dırafjarğargöng verği tilbúin áriğ 2020.
Vegagerðin hefur tilkynnt þeim bjóðendum sem ætla að gera tilboð í Dýrafjarðargöng að útboð verði opnuð í janúarbyrjun. Tilboðin verða hins vegar ekki opnuð nema Alþingi verði þá búið að samþykkja fjárlög. Frá þessu er greint á vef Vísis

Dýrafjarðargöng eru stærsta verkefnið á þeirri samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti í haust, en þau eru talin kosta yfir níu milljarða króna. 

Í forvali á evrópska efnahagssvæðinu voru sjö verktakasamsteypur metnar hæfar til að bjóða í verkið. Þær samanstanda af fyrirtækjum frá Íslandi, Danmörku,Tékklandi, Sviss, Noregi, Portúgal, Ítalíu og Spáni en Vegagerðin sendi útboðsgögn til þeirra í dag.

Tilboðin á að opna þann 10. janúar 2017. 


 
 
 
 
« Apríl »
S M Ş M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30