A A A
  • 1953 - Žorbjörn Pétursson
  • 2000 - Žorleifur Jóhannesson
18.11.2016 - 06:30 | Vestfirska forlagiš,Hallgrķmur Sveinsson

Til upplyftingar ķ skammdeginu: „Ég er į leišinni til žķn“

Matthķas Bjarnason, alžingismašur og rįšherra.
Matthķas Bjarnason, alžingismašur og rįšherra.
« 1 af 2 »

Þeir voru miklir vinir, Matthías Bjarnason, alþingismaður og ráðherra og Marzellíus Bernharðsson, skipasmiður á Ísafirði. Þeir sátu lengi saman í bæjarstjórn Ísafjarðar. Þeir voru eitt sinn að ræða hafnarframkvæmdir heima hjá Matthíasi og voru algjörlega ósammála og endaði með hávaðarifrildi. Sá gamli fór út í fússi sagði Matthías.

   Morguninn eftir lá missættið þungt á Matthíasi. Þegar hann reyndi að fara að vinna, varð honum alltaf hugsað til þess hvað honum þætti leiðinlegt að vera ósáttur við sinn kæra vin skipasmiðinn. Hann gat ekkert unnið og lagði afstað heim til Massa að leita sátta. Á horninu á Hafnarstræti og Austurvegi, götunni sem Marzellíus bjó við, mætti hann þeim gamla. Þeir skelltu báðir upp úr. Matthías segir: Ég er á leiðinni til þín.

Já, ég er nú kominn heldur lengra á leiðinni til þín, segir Marzellíus. Þeir gengu heim til Matthíasar, fengu kaffisopa hjá Kristínu, eiginkonu Matthíasar, og sættust heilum sáttum.

 

Úr bókinni Vestfirskir stjórnmálamenn í blíðu og stríðu

Vestfirska forlagið 20 ára.

http://vestfirska.is/index.php/is/


« Aprķl »
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30