A A A
  • 1998 - Ingibjörg Rún Óladóttir
01.12.2016 - 20:49 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagiđ

Til upplyftingar á skammdeginu: - Fyrsti kossinn í Haukadal forđum. Hemmi Gunn segir frá

Hemmi međ Unni fóstru sinni á Húsatúni í Haukadal ásamt tíkinni Lubbu, ţeirri síđustu sem bar ţađ nafn. Ţessi mynd hefur fariđ nokkuđ víđa. Ljósm.: Hallgr. Sveinsson.
Hemmi međ Unni fóstru sinni á Húsatúni í Haukadal ásamt tíkinni Lubbu, ţeirri síđustu sem bar ţađ nafn. Ţessi mynd hefur fariđ nokkuđ víđa. Ljósm.: Hallgr. Sveinsson.

   “Var ekki eitthvað af fallegum stelpum þarna í dalnum?

   -Jú, jú að sjálfsögðu. Það voru fallegar stelpur í Höllinni og líka á hinum bæjunum, svo eftir var tekið. Þar kviknaði til dæmis fyrsti ástarblossinn hjá mér. Það var stelpa sem þar var í sveit. Hún hét Margrét. Leiðir okkar lágu síðar saman hjá Útvarpinu. Hún hefur unnið þar nánast allt sitt líf. Hún var ári eldri en ég. Þetta var alveg skelfing að vera svona ástfanginn og þora ekkert að gera! Það minnti um margt á afa minn, Hermann, sem vann við að slá sefið í Haukadal upp úr aldamótunum 1900, með sitt gulllitaða hár, eins og Gunnar á Hlíðarenda og þeir kappar. Hann stóð í Seftjörninni og sló og horfði á allar heimasæturnar en þorði ekkert að gera af því hann átti engan pening!

   Eg var alveg máttvana frammi fyrir þessari miklu fegurð í Möggu 10 ára. Ég þorði náttúrlega aldrei að tjá henni ást mína. Svo var það sem gerði illt verra, að undir lokin, skömmu áður en við fórum suður, þá smellti hún á mig kossi! Alveg á nákvæmlega sama hátt og amma mín hafði smellt kossi á Hermann afa minn, þá kostgangara í Reykjavík, að læra. Þá brast stífla hjá honum og þau urðu síðar hjón. Hún var úr Garðinum.

   Ég var gjörsamlega meðvitundarlaus eftir þennan koss og gerði allt sem í mínu valdi stóð til að finna út hvar hún byggi í Reykjavík og hafði upp á því. Hún bjó á Laugavegi. Ég var kominn með símanúmerið og allt hvað eina, en þorði aldrei að hringja og var ekki mönnum sinnandi allan veturinn, en beið spenntur eftir að komast í sveitina til að hitta hana og láta þá af þessari feimni minni. Þá brá svo við að ég varð sennilega fyrir mesta áfalli mínu á lífsleiðinni.

   Í fyrsta lagi var það tík sem hét Lubba, eins og Lubba á Húsatúni í dag og ég hafði bundið miklum tryggðaböndum við. Hún hafði hlaupið fyrir bíl tveimur dögum áður en ég kom í sveitina það vorið. Og svo gerðist það hrikalega: Frú Margrét kom alls ekki í sveitina! Ég var niðurbrotinn maður fyrsta mánuðinn. 

(Úr viðtali við Hemma Gunn, frá Bjargtöngum að Djúpi 8. bindi) 


« Febrúar »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28