05.05.2015 - 07:11 | BIB
Þrjár umsóknir um skólastjórastöðu á Þingeyri
Þrjár umsóknir bárust um lausa stöðu skólastjóra við Grunnskólann á Þingeyri.
Þau sem sóttu um eru:
Erna Höskuldsdóttir, grunnskólakennari,
Finnur M. Gunnlaugsson, grunnskólakennari
og Hreinn Þorkelsson, skólastjóri.
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar mun fjalla um umsóknirnar eftir að tekin hafa verið viðtöl við umsækjendur.