A A A
  • 1950 - Einar Helgason
  • 1978 - Gestur Magnús Magnússon
Bókabúðin á Flateyri. Ljósm.: BIB
Bókabúðin á Flateyri. Ljósm.: BIB
« 1 af 6 »

„Í gömlu bókabúðinni á Flateyri ríkir andblær liðinna tíma og gestir hverfa aftur til fyrstu áratuga 20. aldarinnar þegar þeir ganga inn um dyrnar. Húsið við Hafnarstræti 3-5 er eitt af elstu húsunum í þorpinu, byggt árið 1898. Þar var verslunarrekstur í um 100 ár, fyrst verslun Bergs Rósinkranssonar en síðan verslunin Bræðurnir Eyjólfsson og Bókaverslun Jóns Eyjólfssonar. Húsið á sér því merkilega sögu og er einstakt að því leyti að það hefur varðveist í því sem næst upprunalegu horfi ásamt öllum innréttingum og innbúi kaupmannshjónanna Jóns Eyjólfssonar og Guðrúnar Arnbjarnardóttur. Sumarið 2003 festi Minjasjóður Önundarfjarðar kaup á húsinu og hefur síðan verið unnið að ýmsum endurbótum og lagfæringum á því. Er húsið nú opið almenningi til sýnis og fornbókaverslun rekin í gömlu bókabúðinni.“

   Svo segir í Mogganum 5. júlí 2006. Og ekki lýgur hann!

   Spekingarnir þrír frá Dýrafirði fóru auðvitað í heimsókn í þessa gömlu verslun, en þar ræður nú ríkjum Eyþór Jóvinsson, en Jón Eyjólfsson var langafi hans. Þar kennir ýmissa grasa. Bækur í massavís til sölu, nýjar og gamlar. Fornbækur seldar á þúsund kall kílóið. Póstkort og Haltu kjafti karamellur frá Freyju. 

« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31