A A A
05.01.2009 - 02:07 | bb.is

Þrettándanum fagnað á Þingeyri

Álfar komnir í heimsókn til að þiggja góðgerðir og syngja í staðinn. Mynd úr myndasafni.
Álfar komnir í heimsókn til að þiggja góðgerðir og syngja í staðinn. Mynd úr myndasafni.
Björgunarsveitin Dýri og íþróttafélagið Höfrungur gangast fyrir blysför, álfabrennu og flugeldasýningu á Þingeyri á morgun í tilefni af þrettándanum. Mæting í blysförina er kl. 17 og farið verður frá innsta hluta Brekkugötu kl. 17:30 og gengið sem leið liggur að víkingasvæði, þar sem álfabrennan og flugeldasýningin fer fram. Rétt er að geta þess að þeir verða einungis seldir þeim sem eru eldri en 10 ára. Í tilkynningu eru Þingeyringar minntir á að taka vel á móti fallegum álfum um kvöldið en sá siður tíðkast á Þingeyri að ungir hulduliðar knýja dyra hjá mannfólkinu og þiggja góðgerðir. Þessi siður á Þingeyri mun allt að því einstæður á þrettándanum en hann hefur þróast þannig síðustu árin að álfarnir eru farnir að syngja fyrir mannfólkið að launum fyrir sælgæti. Í öðrum byggðum hér vestra er almennast að þessi háttur sé hafður á öskudaginn.
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30