15.01.2011 - 19:12 | JÓH
Þorrablót 2011
Þorrablót slysavarnardeildarinnar Varnar á Þingeyri verður haldið í Félagsheimilinu næstkomandi laugardag, 29. janúar. Verður það með svipuðu sniði eins og undanfarin ár; þorrahlaðborð, skemmtiatriði og ball á eftir. Gengið verður í hús og teknar niður skráningar í næstu viku. Þeir sem eru brottfluttir eða búa ekki á staðnum geta skráð sig á þorrablótið hjá Jóni Sig. í síma 846 6397. Nánari auglýsing kemur fljótlega.