A A A
  • 1951 - Frišfinnur S Siguršsson
  • 1973 - Atli Mįr Jóhannesson
  • 1976 - Kristjįn Rafn Gušmundsson
  • 1979 - Jón Žorsteinn Siguršsson
  • 1988 - Arnžór Ingi Hlynsson
02.12.2017 - 09:41 | Vestfirska forlagiš,Sr. Jakob Įgśst Hjįlmarsson.,Morgunblašiš,Hallgrķmur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Žormóšsslysiš: - Skipbrot į Garšskagaflös

Brott­för. Teikn­ing Jó­hanns Jó­hanns­son­ar af žvķ er Žormóšur legg­ur śr höfn į Bķldu­dal sķšla nęt­ur žrišju­dag­inn 16. fe­brś­ar 1943. Mynd­in er byggš į lżs­ing­um sem fram koma ķ sjó­dóms­bók­um og blašagrein­um. — Tekn­ing/​Jó­hann Jó­hanns­son
Brott­för. Teikn­ing Jó­hanns Jó­hanns­son­ar af žvķ er Žormóšur legg­ur śr höfn į Bķldu­dal sķšla nęt­ur žrišju­dag­inn 16. fe­brś­ar 1943. Mynd­in er byggš į lżs­ing­um sem fram koma ķ sjó­dóms­bók­um og blašagrein­um. — Tekn­ing/​Jó­hann Jó­hanns­son
« 1 af 3 »
Út er komin hjá Vestfirska forlaginu bókin -Allt þetta fólk- sem segir frá því er vélskipið Þormóður frá Bíldudal fórst út af Garðskaga 18. febrúar 1943 og með því 31 farþegi og skipverjar, flestir frá Bíldudal, en í hópnum voru sex hjón og pör frá Bíldudal.
Jakob Ágúst Hjálmarsson ritaði bókina að hvatningu úr hópi þeirra 56 barna sem fólkið lét eftir sig.

Lagt af stað

Það er logndrífa svo ekki sér yfir í Bilt­una hinu­meg­in Bíldu­dals­vogs­ins. Hús­in sem kúra á Búðareyr­inni eru snævi þakin og það log­ar á götu­lýs­ing­unni í rökkr­inu. Það er kom­inn 16. fe­brú­ar en dög­un er enn ekki í nánd. Það marr­ar þungt í snjón­um á þess­ari stuttu leið niður á bryggju. Þar ligg­ur Þormóður við bryggju­haus­inn. Það tókst að fá hann inn á Bíldu­dal og þeir ætla að taka fólk með. Það eru svo marg­ir sem þurfa að kom­ast suður.

For­ystu­menn at­vinnu­lífs­ins þurfa suður að ræða við eig­end­ur og banka um rekst­ur liðins árs og horf­ur hins nýja. Sjó­menn þurfa að kom­ast til skipa sinna. Ungt fólk þarf að kom­ast í vinnu, enda upp­grip fyr­ir sunn­an og vant­ar fólk. Stríðsgróðinn er far­inn að segja til sín. Það er svo aldrei að vita hvort Esj­an kem­ur við á leið að norðan; um það fást aldrei nein svör. Ekki kom hún við á norður­leiðinni, enda á hraðferð; ekki komið síðan í nóv­em­ber.

Það dríf­ur að fólkið. Skip­inu ligg­ur á. Það er með fryst kjöt í lest­inni frá Hvammstanga sem þarf að kom­ast í maga her­mann­anna fyr­ir sunn­an. Þegar lagt er af stað er allt þetta fólk búið að finna sér ein­hverja holu um borð. Kon­urn­ar fá koju. Yngra fólkið sit­ur í mat­sal og þar sem það finn­ur pláss.

Það er áfram logn þegar siglt er út Arn­ar­fjörðinn en þegar komið er á Pat­reks­fjörð er farið að kula. Þar eru prest­ur­inn í Sauðlauks­dal og skip­stjór­inn á Baldri tekn­ir um borð eft­ir nokkra bið og þá eru þau orðin 31 um borð. Þetta er of margt fólk til þess að það geti farið vel um það. Þetta skip er ekki neitt farþega­skip. Þetta er línu­veiðari og síld­ar­skip; leigt í strand­flutn­inga af Skipa­út­gerðinni til að bæta upp sigl­inga­leysi vegna stríðsins.

Það er farið að hvessa þegar komið er fyr­ir Blakk og veður í upp­gangi. Þá er um að gera að kom­ast suður áður en hann nær inn á landið og á sigl­inga­leiðina af al­vöru. Þormóður er þokka­legt gang­skip og get­ur verið kom­inn til Reykja­vík­ur áður en langt verði liðið á næsta dag. Verst með þess­ar taf­ir á Pat­reks­firði. Skipið hefði eig­in­lega getað verið komið lang­leiðina suður núna. En það er vont að átta sig á veðrinu þegar eng­ar eru veður­frétt­irn­ar.

Það er orðið ærið hvasst og liðið að kvöldi þegar komið er und­ir Snæ­fells­nes og þá álitið skyn­sam­leg­ast að leita vars þó að kjötið gæti skemmst eitt­hvað. Alls er óvíst hversu lengi veðrið vari. Akk­er­um er því varpað und­ir Ólafs­víkurenni yfir nótt­ina. Í dagrenn­ing er akk­er­um létt og haldið aft­ur af stað.

Þormóður ver sig vel og vind­ur­inn er von­andi enn svo sunn­an­stæður að það get­ur orðið skap­legt sjó­lag þegar komið verður inn á Faxa­flóa. Öld­urn­ar ganga yfir skipið við Önd­verðarnesið og um borð eru flest­ir orðnir sjó­veik­ir og bera sig illa. Þetta verður mik­ill barn­ing­ur áður en lýk­ur. Erfitt að skilja hvers vegna skipið beið ekki af sér veðrið í Ólafs­vík eða fór inn á Grund­ar­fjörð.

Í Faxa­flóa

Farið er að ótt­ast um skipið og reyna að hafa sam­band við það um kl. 16 en tekst ekki fyrr en kl. 19. Þá seg­ir skip­stjór­inn þá slóa í Faxa­bugt og geti ekki sagt til um það hvenær skipið nái til Reykja­vík­ur. Þeir hafa þá verið á hægri sigl­ingu all­an dag­inn, haldið upp í veðrið og þokast suður í Faxa­fló­ann. Eng­in tök hafa verið á því að snúa und­an og inn til Reykja­vík­ur. Úti í rúm­sjó var þeim nokkuð óhætt og í dags­birt­unni mátti víkja sér und­an ólög­um. Nógu marg­ir hafa verið í brúnni til að fylgj­ast með þeim. Gísli skip­stjóri hef­ur haft ráðuneyti af Þórði koll­ega sín­um og Bárði stýri­manni. Lár­us og Jó­hann vél­stjór­ar hafa lagt sig fram um að vél­in gengi og hafa dælt sjó úr skip­inu eft­ir þörf­um sem áreiðan­lega hafa verið all­nokkr­ar. En sem sagt; allt var í lagi og eft­ir ástæðum kl. 19, ella hefði þess sjálfsagt verið getið.

 

Tveir farþeg­anna sendu líka skeyti til síns fólks og sögðu að öll­um liði vel, og þeir höfðu helst hug­mynd um að þeirra væri ekki að vænta fyrr en morg­un­inn eft­ir. Þetta hljóta að hafa verið orð þeim til hug­hreyst­ing­ar sem biðu þeirra, því eng­um hef­ur liðið vel í slík­um velt­ingi og stórviðri sem skipið barðist í. Marg­ir hafa verið sjó­veik­ir og fengið að liggja í koj­um há­set­anna eft­ir því sem þær ent­ust til en aðrir hafa setið á bekkj­un­um fram­an við þær og í „mess­an­um“ sem var und­ir báta­dekk­inu. Svefn hef­ur ekki verið næðis­sam­ur í tvær næt­ur og fólkið því allt orðið slæpt. Gunn­laug­ur mat­sveinn hef­ur hins veg­ar gefið nóg að borða eft­ir því sem fólkið hef­ur haft lyst á, en ólík­legt að það hafi verið mikið þenn­an síðasta dag eins og skipið velt­ist.

Und­ir þess­um kring­um­stæðum hef­ur ótt­inn fyrst og fremst verið und­ir­liggj­andi, ekki efst í huga, held­ur slæm líðanin og þreyt­an. Fólkið er svo margt um borð að þar er allstaðar þétt­setið. Loftið er þungt vegna inni­lok­un­ar og ælufýla, þótt ef­laust hafi verið reynt að þrífa upp­köst­in. All­ir hafa þurft að skorða sig og halda sér í þung­um velt­ingn­um, þegar skipið lyft­ist upp á öldufald­ana til þess svo að hlunkast niður í öldu­dal­inn, lát­laust upp og niður all­an dag­inn.

Þegar komið er fram á kvöld og myrk­ur skollið á breyt­ast aðstæður all­ar mikið til hins verra. Menn­irn­ir í brúnni sjá hvorki sigl­inga­merki né brot­sjó­ina. Þeir gera sér lík­lega grein fyr­ir því að þeir eru komn­ir í grennd við Garðskagaröst­ina.

Læt­in í sjón­um hljóta að hafa veitt vís­bend­ing­ar um það. Brot lenda á Þormóði og leki eykst. Dæl­urn­ar hafa ekki und­an leng­ur. Það sem laus­ast er ofan þilja er farið fyr­ir borð. Hvergi glitt­ir hins veg­ar í Garðskaga­vita í særok­inu. Hann er of lág­ur og ljós­lít­ill til þess.

 

Morgunblaðið 2. desember 2017.
« Maķ »
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31