24.05.2011 - 11:26 | bb.is
Þörf á aukningu stöðugilda við heimaþjónustu
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur lagt til að stöðugildi heimaþjónustu á Þingeyri verði aukið um 7,5% vegna eftirspurnar eftir þjónustunni. Á fundi nefndarinnar var greint frá því að deildarstjóri heimaþjónustunnar gæti hagrætt verkefnum milli starfsmanna svo hægt sé að auka þjónustuna. Á fundi félagsmálanefndar var einnig samþykkt að gerð verði þarfagreining vegna þjónustu við eldri borgara í Önundarfirði og á Flateyri.